Birt 3. mars, 2017
Undanfarnir þrír dagar hafa verið skemmtilegir að venju með tilheyrandi siðum sem fylgja þessum dögum. Bolludagur er fyrsti dagurinn og er alltaf á mánudegi í 7. viku fyrir páska og barst sá siður hingað til lands seint á 19. öld og tengist nafnið „bolludagur“ hinu mikla bolluáti sem á sér stað. Segja má að þar höfum við ekki verið undanskilin þar sem hádegisverður hófst með kjötbollum, kaffimáltið með ógrynni af súkkulaðibollum og að endingu fiskibollum í kvöldmat.
Sprengidagur bar svo upp á þriðjudegi eins og venja er og gengum við glöð til hádegisverðar þar sem við fengum ilmandi saltkjöt og baunir að gömlum sið. Talið er að kjötátið sem á sér stað á sprengidag eigi rætur að rekja til katólsku og föstunnar sem hefst daginn eftir og nafnið „sprengidagur“ er að öllum líkindum tekið úr þýsku „Sprengtag“ og hefur því sennilega borist til Íslands með þýskum kaupmönnum.
Öskudagurinn er svo þriðji dagurinn í þessari skemmtilegu viku þar sem margir taka upp á því að syngja og fá gott fyrir. Víða var því boðið upp á sælgæti í skólanum þar sem bæði framhaldsskólanemendur og grunnskólanemendur Þingeyjarskóla létu í sér heyra með söng að ólgeymdum skemmtilegum búningum sem margir klæddust, bæði nemendur og starfsmenn.