ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ

Glæsileg íþróttaaðstaða 

Á Laugum er íþróttaaðstaðan ein sú besta í framhaldsskólum á Íslandi en skólinn kappkostar að gefa nemendum tækifæri til þess að stunda fjölbreytta líkamsrækt við góðar aðstæður. Íþróttahús skólans er glæsilegt og vel tækjum búið. Auk íþróttasalar sem var endurnýjaður 2019 eru þar tveir líkamsræktarsalir. Sundlaugin á Laugum er tengd við íþróttahús skólans en hún var tekin í notkun árið 2005. Glæsilegur íþróttavöllur er á Laugum sem nemendur hafa greiðan aðgang að en völlurinn var endurnýjaður árið 2006. 

Nemendur fá frítt í sund og líkamsrækt frá því að Framhaldsskólinn á Laugum er settur ár hvert, og þar til honum er lokið.

Umsjónarmaður íþróttahúss
Umsjónarmaður íþróttahúss er Magnús Már Þorvaldsson
Sími: 862-1398
Netfang: si.tievsrajyegniht@sungam 

 

Íþróttahús/sundlaug sími: 464-6308

Sjá einnig facebooksíðu https://www.facebook.com/sundlauglaugum/