Nemendur fá frítt í sund og líkamsrækt.
5. febrúar 2021:
Ágætu gestir Íþróttamiðstöðvar
Við tilkynnum með ánægju að frá og með föstudeginum 05. febrúar nk. verður Íþróttamiðstöðin/sundlaugin opin milli kl. 15:00 – 19:00. Sl. tvo vetur hefur föstudagsopnun einungis verið að morgni milli kl. 07:30-09:30. Væntum við að fólk muni fagna aukinni opnun en framhaldið grundvallast á áhuga gesta.
Opnunartíminn breytist reglulega á meðan Covid-19 faraldurinn stendur yfir og rétt að leita upplýsinga hverju sinni á vefsíðu Þingeyjarsveitar, www.thingeyjarsveit.is
Símanúmer Íþróttamiðstöð/sundlaug: 862-3822
Netfang: magnus@thingeyjarsveit.is
Deildarstjóri: Magnús Már Þorvalsdsson
Sími: 862 1398
Sjá einnig facebooksíðu https://www.facebook.com/sundlauglaugum/
Gjaldskrá sundlaugar
Nemendur fá frítt í sund og líkamsrækt frá því að Framhaldsskólinn á Laugum er settur ár hvert, og þar til honum er slitið:
2020 |
Stakt gjald |
10 skipti |
3ja mánaða kort |
6 mánaða kort |
Árskort |
Börn |
0 kr. |
0 kr. |
0 kr. |
0 kr. |
0 kr. |
Börn, 6-15 ára |
350 kr. |
2.200 kr. |
|||
Fullorðnir 18-66 ára |
800 kr. |
3.500 kr. |
8.500 kr. |
15.000 kr. |
26.000 kr. |
Aldraðir og öryrkjar |
350 kr. |
2.200 kr. |
|||
Líkamsrækt |
500 kr. |
3.000 kr. |
7.500 kr. |
13.500 kr. |
23.000 kr. |
Sundföt |
Handklæði |
Sundföt, handklæði og sund |
|||
Leiga |
400 kr. |
400 kr. |
1.100 kr. |
Á Laugum er íþróttaaðstaða með því betri sem gerist í framhaldsskólum á Íslandi en skólinn kappkostar að gefa nemendum kost á því að stunda fjölbreytta líkamsrækt við góðar aðstæður. Íþróttahús skólans er glæsilegt og vel tækjum búið. Auk íþróttasalar eru þar tveir líkamsræktarsalir. Sundlaugin á Laugum er tengd við íþróttahús skólans en hún var tekin í notkun árið 2005. Glæsilegur íþróttavöllur er á Laugum sem nemendur hafa greiðan aðgang að en völlurinn var endurnýjaður árið 2006.
