Íþróttamiðstöð

Á Laugum er íþróttaaðstaða með því betri sem gerist í framhaldsskólum á Íslandi en skólinn kappkostar að gefa nemendum kost á því að stunda fjölbreytta líkamsrækt við góðar aðstæður. Íþróttahús skólans er glæsilegt og vel tækjum búið. Auk íþróttasalar eru þar tveir líkamsræktarsalir. Sundlaugin á Laugum er tengd við íþróttahús skólans en hún var tekin í notkun árið 2005. Glæsilegur íþróttavöllur er á Laugum sem nemendur hafa greiðan aðgang að en völlurinn var endurnýjaður árið 2006. Nemendur fá frítt í sund og líkamsrækt.

Opnunartími sundlaugar og líkamsrækar er eftirfarandi:

  • Mánudaga til fimmtudaga er opið frá kl. 07:30 til 09:30 og frá kl. 16:00 til 21:30.
  • Föstudaga frá kl. 07:30 til kl. 09:30.
  • Laugardaga frá kl. 14:00 til kl. 17:00.
  • Lokað er á sunnudögum.
  • sumar opnunartími – frá 26. maí 2018:
    alla daga vikunnar frá 10:00-21:00

Gjaldskrá sundlaugar og líkamsræktar er eftirfarandi og gildir frá 1. janúar 2018:

  Sundlaug Líkamsrækt
Börn 6-16 ára 350 kr 300 kr (15-17 ára)
öryrkjar og aldraðir 350 kr 300 kr
Fullorðnir 18-66 ára 800 kr 600 kr
10 miðar:    
Börn 6-16 ára 2200 kr 1750 kr (15-17 ára)
Öryrkjar og aldraðir 2200 kr 1750 kr
Fullorðnir 18-66 ára 3800 kr 3500 kr
Kort:    
Fullorðnir 3 mánuðir 8500 kr 7500 kr
Fullorðnir 6 mánuðir 15000 kr 13500 kr
Fullorðnir 12 mánuðir 26000 kr 23000 kr
Leiga:    
Sundföt 400 kr  
Handklæði 400 kr  

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þingeyjarsveitar www.thingeyjarsveit.is

Netfang sunlaugar: sundlaugin@thingeyjarsveit.is
Netfang húsvarðar íþróttamiðstöðvar er: johannasif@laugar.is