Íþróttamiðstöð

Nemendur fá frítt í sund og líkamsrækt.

5. febrúar 2021:
Ágætu gestir Íþróttamiðstöðvar
Við tilkynnum með ánægju að frá og með föstudeginum 05. febrúar nk. verður Íþróttamiðstöðin/sundlaugin opin milli kl. 15:00 – 19:00. Sl. tvo vetur hefur föstudagsopnun einungis verið að morgni milli kl. 07:30-09:30. Væntum við að fólk muni fagna aukinni opnun en framhaldið grundvallast á áhuga gesta.

Opnunartíminn breytist reglulega á meðan Covid-19 faraldurinn stendur yfir og rétt að leita upplýsinga hverju sinni á vefsíðu Þingeyjarsveitar, www.thingeyjarsveit.is

Símanúmer Íþróttamiðstöð/sundlaug: 862-3822 
Netfang: magnus@thingeyjarsveit.is
Deildarstjóri: Magnús Már Þorvalsdsson
Sími: 862 1398

Sjá einnig facebooksíðu https://www.facebook.com/sundlauglaugum/

Gjaldskrá sundlaugar
Nemendur fá frítt í sund og líkamsrækt frá því að Framhaldsskólinn á Laugum er settur ár hvert, og þar til honum er slitið:

2020

Stakt gjald

10 skipti

3ja mánaða kort

6 mánaða kort

Árskort

Börn

0 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

Börn, 6-15 ára

350 kr.

2.200 kr.

     

Fullorðnir 18-66 ára

800 kr.

3.500 kr.

8.500 kr.

15.000 kr.

26.000 kr.

Aldraðir og öryrkjar

350 kr.

2.200 kr.

     

Líkamsrækt

500 kr.

3.000 kr.

7.500 kr.

13.500 kr.

23.000 kr.

 

Sundföt

Handklæði

Sundföt, handklæði og sund

   

Leiga

400 kr.

400 kr.

1.100 kr.

 

Á Laugum er íþróttaaðstaða með því betri sem gerist í framhaldsskólum á Íslandi en skólinn kappkostar að gefa nemendum kost á því að stunda fjölbreytta líkamsrækt við góðar aðstæður. Íþróttahús skólans er glæsilegt og vel tækjum búið. Auk íþróttasalar eru þar tveir líkamsræktarsalir. Sundlaugin á Laugum er tengd við íþróttahús skólans en hún var tekin í notkun árið 2005. Glæsilegur íþróttavöllur er á Laugum sem nemendur hafa greiðan aðgang að en völlurinn var endurnýjaður árið 2006.