Heilsugæsla

Á fimmtudögum kemur heilsugæslulæknir frá Húsavík í Laugar. Nemendur panta tíma hjá heilsugæslustöðinni á Húsavík, þurfi þeir á þessari þjónustu að halda, eða biðja ritara um að panta fyrir sig tíma. Sími heilsugæslunnar á Húsavík: 464 0500.

Jafnframt er skólahjúkrunarfræðingur til viðtals í skólanum alla miðvikudaga frá 10:00-12:00. Nemendur panta tíma hjá skólahjúkrunarfræðingi í gegnum TEAMS eða fá aðstoð hjá ritara. Tekið skal fram að ef um bráðatilfelli er að ræða geta starfsmenn skólans aðstoðað nemendur við að komast í samband við lækni. 

Sálfræðingur er til viðtals á 2-3 vikna fresti, eftir samkomulagi. Nemendur fá tvo viðtalstíma þeim að kostnaðarlausu en eftir það greiða nemendur sjálfir fyrir viðtölin. Nemendur panta tíma hjá skólasálfræðingi í gegnum TEAMS eða fá aðstoð hjá ritara

Deila