Framkvæmdastjórar Tónkvíslar 2019

Image

Ráðnir hafa verið framkvæmdastjórar Tónkvíslar 2019. Framkvæmdastjórar Tónkvíslarinnar eru Guðrún Helga Ástudóttir og Kristjana Freydís Stefánsdóttir. Þetta er í fyrsta skipti sem samvirk forysta tveggja framkvæmdastjóra mun leiða Tónkvíslina. Tónkvíslin er söngkeppni sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum í samvinnu við skólann frá árinu 2006.

Fulltrúi FL í framkvæmdastjórn SÍF

Image

 Daníel Þór Samúelsson nemandi á íþróttabraut hlaut kosningu í framkvæmdastjórn SÍF á aðalþingi SÍF nú um síðastliðna helgi. Við á Laugum erum afar stolt af Daníel og ánægð með að skólinn eigi fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Við óskum Daníel og SÍF alls hins besta á komandi vetri og erum spennt fyrir samstarfinu.