Fyrsta sæti í Lífshlaupinu

Birt 27. febrúar, 2023 Lífshlaupið er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega. Framhaldsskólinn á Laugum tók þátt í framhaldsskólakeppninni sem ætluð er fyrir 16 ára og eldri og stendur yfir í tvær vikur í febrúar. Boðið var upp …Lestu áfram

Öskudagur 2023

Birt 22. febrúar, 2023 Öskudaginn var haldinn með pompi og prakt í Framhaldsskólanum á Laugum. Nemendur og starfsfólk skólans klæddu sig upp í tilefni dagsins og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Í hádeginu var boðið upp á hamborgaraveislu áður en grímuklæddir nemendur héldu af stað í langþráð vetrarfrí.   

Kynningarmyndband frumsýnt á Laugum

Birt 10. febrúar, 2023 Þann 8. febrúar komu góðir gestir til okkar á Laugar frá Framhaldsskólanum á Húsavík , Menntaskólanum á Akureyri , Menntaskólanum á Tröllaskaga ,Verkmenntaskólanum á Akureyri ,SSNE OG Símey til þess að horfa á sameiginlegt herferðarmyndband sem unnið er í samstarfi við SSNE, samband sveitarfélaga á norðurlandi eystra. Herferð þessi eru ætluð til kynningar á svæðinu og þeim fjölbreyttu möguleikum til náms sem í boði eru. Að …Lestu áfram

Gauragangur

Birt 7. febrúar, 2023   Núna eru nemendur ásamt nokkrum starfsmönnum og fólki í nærsamfélaginu að æfa á fullu fyrir frumsýningu á leikritinu Gauragangi sem byggt er á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar og kom út fyrir jólin 1988. Sýningin er á vegum UMF Eflingar og fá nemendur einingar fyrir þátttökuna. Frumsýning er föstudaginn 10.febrúar kl 20:30 og hægt er panta miða í síma 6180847 eða á netfanginu moc.liamg@gnilfefmu . …Lestu áfram