Þorrablót og félagsvist

Birt 27. janúar, 2023 Síðastliðið fimmtudagskvöld fór fram árlegt þorrablót Framhaldsskólans á Laugum. Starfsfólk mötuneytis bar fram dýrindis þorramat af sinni alkunnu snilld, og vel var mætt. Að loknu borðhaldi var spiluð félagsvist þar sem keppt var um þrjú efstu sætin.Gott kvöld og vel heppnað í alla staði Myndirnar tóku Sólrún Einarsdóttir og Ragna Ingunnarsdóttir  

Félagsstarf 60 ára og eldri í Þingeyjarsveit komu í heimsókn

Birt 20. janúar, 2023 Við fengum góða heimsókn sl. þriðjudag þegar eldri borgarar í Þingeyjarsveit komu í skólann. Tilefnið var að fræðast um nýjan áfanga í Laugaskóla um Vesturferðir Íslendinga og ferð kennara til Vesturheims. Eldri borgarar byrjuðu komu sína á því að þiggja hádegismat þar sem boðið var upp á lambalæri með öllu tilheyrandi.   Ragna Heiðbjört hefur mótað og kennt þennan áfanga um Vesturferðir Íslendinga og vesturíslensku sem hefur …Lestu áfram

Gleðilegt nýtt ár

Birt 6. janúar, 2023 Gleðilegt nýtt skóla ár. Kæru nemendur, nú er skólinn byrjaður eftir langt og gott jólafrí. Heimavistir opna kl. 13:00 næstkomandi sunnudag, og kennsla hefst á mánudag. Síðasta önn gekk afar vel. Raunmæting allra nemenda skólans var 89,2% og meðaleinkunn allra nemenda í öllum áföngum var 7,29. Hvoru tveggja hefur aðeins einu sinni áður verið hærra. Í janúar hefst þorrinn og 26. janúar höldum við þorrablót nemenda …Lestu áfram