
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Laugabolir og brúsar
Vegna fjölda fyrirspurna um Laugaskólabolina, sem starfsfólk og nemendur klæddust á 100 ára afmæli skólans, höfum við ákveðið að láta framleiða fleiri boli og bjóða velunnurum skólans til kaups. Bolirnir eru í stærðum XS-S-M-L-XL-XXL og barnabolir í stærðum 3-4 ára, 5-6 ára, 7-8 ára, 9-11 ára og 12-13 ára. Bolirnir eru úr íþróttaefni og halda sér vel í þvotti. Verð:3500.- Einnig eigum við aðeins eftir að drykkjarmálum með mynd af …Lestu áfram
Opið fyrir umsóknir á vorönn 2026
Opið er fyrir umsóknir á vorönn 2026 í Framhaldsskólann á Laugum. Innritun á vorönn 2026: 1. nóvember – 1. desember 2025 Sótt er um hér Innritun – Innritun í Framhaldsskóla. Skólinn býður upp á samfelldan skóladag, verkefnabundið nám í vinnustofum, heimavist, magnaða íþróttaaðstöðu og rífandi félagslíf. Skólinn býður upp á almenna, félagsvísinda-, íþróttafræði-, kjörsviðs- og náttúruvísindabraut. Allt um skólann, námið, félagslífið og allt hitt sem þig langar til að vita um …Lestu áfram
Skólastarf hafið að nýju í Framhaldsskólanum á Laugum
Nú er skólastarf hafið að nýju eftir langt og gott vetrarfrí. Til þess að fylgjast með hvað er framundan í skólastarfi þá bendum við á skóladagatalið sem er á heimasíðunni okkar. Hlekkur á dagatalið er hér fyrir neðan. Skóladagatal Við erum ánægð að fá nemendur okkar til baka og í hádeginu er boðið upp á pizzuhlaðborð. Hægt er skoða vikumatseðil hér fyrir neðan. Matseðill
Vetrarfrí Framhaldsskólans á Laugum
Kennslu lýkur um hádegi í dag 4.nóvember þegar nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum halda í langþráð vetrarfrí. Vistirnar opna aftur mánudaginn 10.nóvember kl. 13.00 og kennsla hefst samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 11.nóvember. Gleðilegt vetrarfrí.
Sigurvegarar Tónkvíslarinnar 2025
Sigurvegari Tónkvíslarinnar að þessu sinni var Alexandra Ósk Hermóðsdóttir sem mun keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna. Í öðru sæti í framhaldsskólakeppninni var Hafþór Höskuldsson Í þriðja sæti var Ellý Rún Jóhannsdóttir. Hópurinn Litlir að neðan unnu titilinn vinsælasta lagið. Sigurvegari í grunnskólakeppninni var Vilborg Halla Jóhannsdóttir. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með sigurinn.

