Skólakór Framhaldsskólans á Laugum

Skólakór Framhaldsskólans á Laugum söng fyrir starfsfólk og nemendur í gær þann 2.desember í matsal skólans og stóð sig með mikilli prýði. Ásta Gísladóttir kennari í skólanum sér um skólakórinn ásamt systur sinni Agnesi Gísladóttur sem einnig sér um undirspil á æfingum.         Myndir  – Sara Rún Sævarsdóttir  

Skólaspjöld óskast

Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 og alveg frá upphafi hafa verið gerð skólaspjöld eða bækur með myndum af nemendum skólans. Við samantekt á skólaspjöldum í eigu skólans kom í ljós að okkur vantar skólaspjöld fyrir sjö ár og óskum við því eftir aðstoð í leit okkar að eftirfarandi árum. 1926-1927  1941-1942 1954-1955 1955-1956 1964-1965 1965-1966 1975-1976 Hafir þú ábendingar um skólaspjald þá væri …Lestu áfram

Skuggakosningar í Framhaldsskólanum á Laugum 2024

  Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir lýðræðisátakinu #égkýs. Í því felst að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Átakið endar með  skuggakosningum í framhaldsskólum landsins. Sjá meira um átakið á Um verkefnið | #égkýs Við í Framhaldsskólanum á Laugum tókum þátt í skuggakosningum  þann 21.nóvember 2024.