Vinningshafar í happdrætti

Nemendur á öðru ári eru að safna sér fyrir útskriftarferð næsta haust og seldu happdrættismiða í desember. Í dag fóru þau á sýsluskrifstofuna á Húsavík og drógu í happdrættinu. Hér er listi yfir vinninga og númer vinningsmiða. Handhafar vinningsmiða geta vitjað þeirra á skrifstofu skólans milli kl. 8:30-12:30 dagana 9.-13. desember. Þá má líka hafa samband í síma 464-6300 til þess að gera ráðstafanir varðandi það hvernig nálgast má vinninginn …Lestu áfram

Viðtal við nemendur í þætti á Rúv

Hver vegur að heiman er vegurinn heim Ég held að ég hefði ekki náð þessu sjálfstæði ef ég hefði ekki ákveðið að fara að heiman sagði Thelma Rún Jóhannsdóttir við þáttastjórnanda á Rúv við gerð þáttarins Vegur að heiman sem frumsýnt var nú október á þessu ári.  Þetta er afar skemmtilegt sjónvarspefni og við mælum með að horfa á þáttinn og þá sérstaklega þegar sýnt er frá viðtölum við nemendur …Lestu áfram

Skólakór Framhaldsskólans á Laugum

Skólakór Framhaldsskólans á Laugum söng fyrir starfsfólk og nemendur í gær þann 2.desember í matsal skólans og stóð sig með mikilli prýði. Ásta Gísladóttir kennari í skólanum sér um skólakórinn ásamt systur sinni Agnesi Gísladóttur sem einnig sér um undirspil á æfingum.         Myndir  – Sara Rún Sævarsdóttir