FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Skólakór Framhaldsskólans á Laugum
Skólakór Framhaldsskólans á Laugum söng fyrir starfsfólk og nemendur í gær þann 2.desember í matsal skólans og stóð sig með mikilli prýði. Ásta Gísladóttir kennari í skólanum sér um skólakórinn ásamt systur sinni Agnesi Gísladóttur sem einnig sér um undirspil á æfingum. Myndir – Sara Rún Sævarsdóttir
Föndurdagur í Framhaldsskólanum á Laugum
Margt var á dagskrá á skemmtilegri samverustund í Framhaldsskólanum á Laugum í dag. Nemendur og starfsfólk mættu margir í jólapeysum og föndruðu saman í matsal skólans ásamt því að taka þátt í laufabrauðsgerð og piparkökuskreytingum. Myndir Díana Sól Jakobsdóttir
Skólaspjöld óskast
Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 og alveg frá upphafi hafa verið gerð skólaspjöld eða bækur með myndum af nemendum skólans. Við samantekt á skólaspjöldum í eigu skólans kom í ljós að okkur vantar skólaspjöld fyrir sjö ár og óskum við því eftir aðstoð í leit okkar að eftirfarandi árum. 1926-1927 1941-1942 1954-1955 1955-1956 1964-1965 1965-1966 1975-1976 Hafir þú ábendingar um skólaspjald þá væri …Lestu áfram
Skuggakosningar í Framhaldsskólanum á Laugum 2024
Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir lýðræðisátakinu #égkýs. Í því felst að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Átakið endar með skuggakosningum í framhaldsskólum landsins. Sjá meira um átakið á Um verkefnið | #égkýs Við í Framhaldsskólanum á Laugum tókum þátt í skuggakosningum þann 21.nóvember 2024.
Einu sinni Laugamaður, ávallt Laugamaður!
Í fámennu samfélagi verða til sterk vinabönd sem endast mörg út lífið. Vinir Laugaskóla eru hollvinasamtök velunnara skólans sem núna eru að leita eftir stuðningi við það metnaðarfulla verkefni að færa Laugaskóla styttu að gjöf á 100 ára afmælinu. Söfnunarreikningur: 1110-05-250834, kt. 580918-0180. Margar hendur vinna létt verk!