Mötuneyti

Mötuneyti skólans er staðsett í Gamla skóla og þar er nemendum og starfsfólki boðið upp á hollan og góðan mat í samræmi við leiðbeiningar Landlæknisembættisins. Framhaldsskólinn á Laugum er þátttakandi í samstarfsverkefni embættisins Hoff (Heilsueflandi framhaldsskóli). Stuðst er við Handbók um mataræði í framhaldsskólum og á hverju hausti er farið yfir framboð m.t.t. leiðbeininganna. Leitast er við að koma til móts við nemendur með fæðuofnæmi.

Í mötuneyti skólans starfa fjórir starfsmenn í mismunandi stöðugildum, ásamt Kristjáni Guðmundssyni, yfirmanni mötuneytisins. Áhersla er lögð á að framfylgja stefnu skólans um hollustu, gæði og hreinlæti í matargerð og framreiðslu. Nemendur á heimavist eru í fullu fæði sem samanstendur af fimm máltíðum fimm daga vikunnar. Í boði er einnig sjö daga fæði eða að kaupa stakar máltíðir. Því ætti enginn að finna fyrir hungri í dagsins önn. Starfsmenn skólans geta keypt stakar máltíðir eða skráð sig í fastar máltíðir.

 

Deila