Mötuneyti

 

Heilsueflandi framhaldsskóli 

Mötuneyti skólans er staðsett í Gamla skóla og þar er nemendum og starfsfólki boðið upp á hollan og góðan mat í samræmi við leiðbeiningar Landlæknisembættisins. Framhaldsskólinn á Laugum er þátttakandi í samstarfsverkefni embættisins Hoff (Heilsueflandi framhaldsskóli). Stuðst er við Handbók um mataræði í framhaldsskólum og á hverju hausti er farið yfir framboð m.t.t. leiðbeininganna. Leitast er við að koma til móts við nemendur með fæðuofnæmi.

Fimm máltíðir á dag 

Í mötuneyti skólans starfa fjórir starfsmenn í mismunandi stöðugildum, ásamt Kristjáni Guðmundssyni, yfirmanni mötuneytisins. Áhersla er lögð á að framfylgja stefnu skólans um hollustu, gæði og hreinlæti í matargerð og framreiðslu. Nemendur á heimavist eru í fullu fæði sem samanstendur af fimm máltíðum fimm daga vikunnar. Í boði er einnig sjö daga fæði eða að kaupa stakar máltíðir. Því ætti enginn að finna fyrir hungri í dagsins önn. Starfsmenn skólans geta keypt stakar máltíðir eða skráð sig í fastar máltíðir.

Opnunartími mötuneytis:

Mánudaga til fimmtudaga

Morgunmatur kl 8:45-9:10
Hádegismatur  kl 12:30 – 13:00
Kaffi kl 15:30-16:00
Kvöldmatur kl 19:00-19:30
Kvöldkaffi kl  21:30-22:00

Föstudaga

Morgunmatur kl  8:45-9:10
Hádegismatur kl 12:30-13:00
Kaffi kl 14:30–15:00
Kvöldmatur kl  18:00-18:30
Kvöldkaffi kl 21:30-22:00

Laugardaga og sunnudaga

Hádegismatur kl 11:45-13:00
Kvöldmatur kl 18:00-18:30
Kvöldkaffi kl 21:30-22:00

Gjaldskrá – Framhaldsskólinn á Laugum (laugar.is)

 

Skráning í fæði

Mötuneyti

1. Allir nemendur á heimavist eru í 5 eða 7 daga fæði.

2. Þeir nemendur sem eru skráðir í 5 daga fæði geta skráð sig í helgarfæði þær helgar sem þeir vilja en þurfa þá að skrá sig í mötuneyti skólans í síðasta lagi í hádegi á föstudögum.

     Um helgar er borðsalurinn aðeins fyrir þá nemendur sem skráðir eru í helgarfæði.

3. Ekki þarf að staðgreiða helgina, heldur verður innheimt fyrir helgarfæði eftir hvern mánuð. Sjá gjaldskrá mötuneytis

4. Starfsfólk og nemendur utan heimavistar geta skráð sig í fast fæði einn mánuð í senn í upphafi mánaðar í mötuneytinu hjá Kristjáni kokki.

5. Nemendur sem eru fjarverandi frá skóla í 5 daga eða meira geta fengið endurgreitt mötuneytisgjald ef þeir tilkynna fjarveru sína fyrirfram til ritara.

6. Kvöldkaffi er aðeins fyrir þá sem eru skráðir í mötuneytið hverju sinni.

Kristján Guðmundsson kokkur og Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari.

Matseðill vikunnar – Framhaldsskólinn á Laugum (laugar.is)