Birt 27. apríl, 2025
Heimavistin Tröllasteinn
Tröllasteinn: er heimavist sem reist var árið 2000 Tröllasteinn er heimavist með 35 herbergjum sem öll eru tveggja manna, 20,6 fermetrar að stærð. Á öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu. Parket er á gólfum og flísar á baðherbergjum. Á neðstu hæð Tröllasteins er félagsaðstaða fyrir nemendur sem og nemendasjoppan.
Heimavistin Fjall
Fjall: er heimavist sem var endurnýjuð árið 2000 og er með 15 herbergjum á þremur hæðum. Herbergin eru tveggja manna og eru 17,7-21,3 fermetrar fyrir utan eitt sem er þriggja manna og er 35,9 fermetrar að stærð – ekki að ástæðulausu sem það herbergi er gjarnan nefnt “svítan” í daglegu tali! Á öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu. Parket er á gólfum og flísar á baðherbergjum. Sameiginleg setustofa er á miðhæðinni. Á fjalli er einnig kennaraíbúð.
Heimavistin Álfasteinn
Álfasteinn: er heimavist sem var endurnýjuð 2011. Á Álfasteini eru sjö herbergi á annarri hæð. Herbergin eru tveggja manna og eru 14,7-18,1 fermetrar. Á öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu. Á Álfasteini eru einnig starfsmannaíbúð, raungreinastofa og hefbundin kennslustofa.

Herbergi á heimavistinni Álfasteini. Sér baðherbergi fylgir hverju herbergi.
Kostnaður við leigu á herbergi
Nemendur sem dvelja á heimavist geta bæði sótt um jöfnunarstyrk upphæð kr. 204.000 sem er greiddur út eftir hverja önn og húsnæðisbætur sem sem eru greiddar út í upphafi mánaðar, upphæðin er um 60-75% af húsaleigukostnaði. Sjá gjaldskrá hér fyrir neðan. Ritari skólans sér um að aðstoða nemendur við að sækja um jöfnunarstyrk og húsaleigubætur ef þess þarf.
Gjaldskrá

Skólasvæðið á Laugum er mjög glæsilegt. Stutt að ganga í skólann og frítt fyrir nemendur í bæði sund og ræktina.
Húsbændur
Í herbergjum á heimavistum er þráðlaust netsamband en skólinn er með 2000 Mbit/s nettengingu, auk þess sem þar eru einnig baðherbergi með sturtu inni á hverju herbergi. Á kvöldin eru húsbændur nemendum innan handar á heimavistinni. Húsbændur kallast það starfsfólk sem sér um að vera til staðar á kvöldin og um helgar. Lestu meira um húsbændur með því að smella á linkinn. Húsbændur – FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM
Heimavistarstjóri
Fylgst er með umgengni á herbergjum á tveggja vikna fresti, svona til að passa upp á að menn gleymi sér ekki. Heimavistarstjóri fylgist með umgengni á herbergjum nemenda og aðstoðar nemendur við hin ýmsu verkefni. Heimavistartjóri skólans er Olga Hjaltalín. Netfang: si.ragual@aglO
Umsjónarmaður fasteigna
Umsjónarmaður fasteigna er nemendum innan handar alla virka daga. Umsjónarmaður fasteigna er Brynjar Þór Ríkharðsson. Umsjónarmaður fasteigna – FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM
Þvottastjóri
Í kjallara Gamla skóla er þvottahús þar sem Hjördís ræður ríkjum. Nemendur á heimavist fá þveginn þvott einu sinni í viku og fá hann svo samanbrotinn, hreinan og fínan til baka tveimur dögum síðar Þvottahús – FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM
Til þess að lesa meira um aðstöðu skólans smelltu á linkinn eða horfðu á kynningarmyndbandið.
Aðstaðan – FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM