Afreksþjálfun fyrir nemendur

Nemendum sem stunda keppnisíþróttir stendur til boða að taka áfanga í afreksþjálfun samhliða hefðbundnu námi. Það er áfangi sem býður uppá persónulega þjálfun fyrir keppnisfólk í hvaða íþróttagrein sem er. Þar býðst nemendum að sækja 2 – 3 æfingar í viku hjá íþróttakennara en þær æfingar eru settar inní stundatölfu nemenda þar sem best hentar. Hver og einn nemandi fær æfingaáætlun til að vinna eftir, en hún er sett upp af íþróttakennara í samráði við þjálfara viðkomandi nemanda. Þessi áætlun tekur breytingum eftir því sem líður á veturinn og tekur mið af mótum og stöðu nemandans á æfingar-/keppnistímabilinu. Reglulega eru svo teknar mælingar til að fylgjast með árangri æfinganna bæði sem hvatning fyrir nemendur sjálfa og einnig til að meta hvort breyta þurfi æfingaáætlun og áherslum.

Á þessari önn eru 9 nemendur sem sækja afreksþjálfun með þessum hætti. Þessir nemendur eru að stunda knattspyrnu, sund og frjálsar íþróttir hjá sínum íþróttafélögum.

Auk þess að vera í afreksþjálfun hafa nemendur fullan aðgang að góðri líkamsræktaraðstöðu skólans, sundlaug og íþróttasal þeim að kostnaðarlausu.