Skólinn settur í hundraðasta sinn

Birt 27. ágúst, 2024 Benedikt Barðason skólameistari setti Framhaldsskólann á Laugum í 100. sinn í ár á hátíðlegum og ánægjulegum degi í íþróttahúsinu á Laugum sunnudaginn 25. ágúst. Benedikt mun leysa Sigurbjörn skólameistara af í eitt ár á meðan hann er í námsleyfi. Benedikt hefur starfað vel á fjórða áratuginn í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem hann hefur starfað sem kennari, áfangastjóri og aðstoðarskólameistari. Eygló Sófusdóttir námsráðgjafi er komin í …Lestu áfram

Skólasetning Framhaldsskólans á Laugum

Birt 19. ágúst, 2024 Skólinn verður settur kl.18:00 sunnudaginn 25. ágúst í íþróttahúsinu á Laugum. Heimavistir opna kl. 13:00 þann sama dag og nemendur sækja lykla og skrifa undir húsaleigusamning á skrifstofu skólans. Sigríður (Sísí) náms- og starfsráðgjafi verður til viðtals á skrifstofu sinni á annarri hæð í Gamla skóla. Til að panta tíma hjá henni sendið þið póst á si.ragual@isis. Jóhanna Eydís brautarstjóri Almennrar brautar verður einnig til viðtals …Lestu áfram