Góð mæting á opið hús

Birt 3. maí, 2024 Opið hús Framhaldsskólans á Laugum gekk vonum framar og mæting var ákaflega góð. Íþróttahúsið var undirlagt af básum og sá Leikfélagið Efling um tónlistaratriði ásamt kór skólans. Við þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína á opið hús kærlega fyrir komuna      

Góðir gestir

Birt 17. apríl, 2024 Í apríl fékk skólinn heimsókn frá hollenskum skóla, Matrix Lyceum, sem er skóli fyrir nemendur með sérþarfir á aldrinum 12-19. Um var að ræða 20 manna hóp starfsmanna sem ferðaðist um landið og kynnti sér skóla og hvernig þeir þjónustuðu nemendur með sérþarfir. Dvöldu þeir í Laugaskóla í rúma tvo tíma og spjölluðu við nemendur og skólameistara. Einnig fengum við eldri borgara úr Þingeyjarsveit í heimsókn …Lestu áfram