Birt 29. nóvember, 2017
Það var fallegt í morgun, að líta til suðurs út um glugga á kaffistofu starfsmanna.
Birt 30. nóvember, 2017 Í gær, miðvikudaginn 29. nóvember, fengum við nemendur frá Framhaldsskólanum á Húsavík í heimsókn til okkar. Byrjað var á því að keppa í capture the flag, sem endaði með jafntefli. Eftir keppnina fóru allir og fengu sér vöfflur í boði skólans. Svo var spurningakeppni í Þróttó þar sem að Húsvíkingar fóru með sigur af hólmi. Í lokin fóru flestir í feluleik í gamla skóla og síðan kvöddu Húsvíkingar. Við þökkum Húsvíkingum kærlega fyrir komuna. …Lestu áfram
Birt 29. nóvember, 2017
Það var fallegt í morgun, að líta til suðurs út um glugga á kaffistofu starfsmanna.
Birt 28. nóvember, 2017 Leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík (FSH), Pýramus og Þispa hefur undanfarnar vikur æft í samvinnu við Framhaldsskólann á Laugum (FL) leikgerð úr skáldsögu Auðar Haralds Baneitrað samband á Njálsgötunni þar sem sögusviðið er árið 1984 í Reykjavík. Nemendur beggja skólanna hafa unnið hörðum höndum að þessari uppsetningu í leikstjórn Jennýjar Láru Arnórsdóttur. Leikritið fjallar um samband móður og sonar á Njálsgötunni og gengur á ýmsu í samskiptum …Lestu áfram
Birt 21. nóvember, 2017 Í dag fengum við góða heimsókn í skólann. Það var hann Stefán Júlíus Aðalsteinsson fra Bjargráði sem hélt stuttan fyrirlestur um skyndihjálp. Bjargráður er félag læknanema í endurlífgun sem stofnað var árið 2013. Markmið félagsins er að heimsækja framhaldsskóla um allt land og kynna bæði endurlífgun og hvernig skuli ná aðskoðahlut úr hálsi. Þessi kynning var vel heppnuð og hafði hann orð a því að nemendur …Lestu áfram