Reglubundin heimsókn frá lögreglunni

Birt 24. september, 2020 Í gær fengum við heimsókn frá lögreglunni á Akureyri og Húsavík ásamt lögregluhundinum Kæju. Nemendum og kennurum var safnað saman í íþróttahúsinu á meðan leitinni stóð. Nemendur sýndu einstaklega mikla þolinmæði á meðan leitinni stóð og fóru í ýmsa boltaleiki til að drepa tímann. Á meðan leitaði Kæja í húsnæði skólans, en það var nauðsynlegt að hafa nemendur og kennara í annarri byggingu til þess að …Lestu áfram

Slökkvitækjanámskeið starfsmanna

Birt 15. september, 2020 Í morgun fengu starfsmenn þjálfun í notkun ýmissa slökkvitækja. Kennari var Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri ásamt dyggri aðstoð Guðmundar Smára, kennara og slökkviliðsmanns. Eins og sjá má á eftirfarandi myndum fóru starfsmenn Laugaskóla létt með það að slökkva elda, enda ýmsu vanir. 

Laugaskóli hlaut jafnlaunamerki Jafnréttisstofu

Birt 20. júní, 2024   Það er okkur sönn ánægja að tilkynna það að Framhaldsskólinn á Laugum stóðst jafnlaunavottun hjá Versa vottun og hefur núna leyfi til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu næstu þrjú árin, eða frá 12. júní 2023 til 7. september 2026.  Í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja kemur m.a. fram: „Merkinu er ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir …Lestu áfram