Jólabingó
Birt 26. nóvember, 2025
Birt 26. nóvember, 2025
Birt 26. nóvember, 2025 Skemmtileg stemning skapaðist hjá okkur á Laugum í vikunni þegar nemendur og starfsfólk tóku þátt í fjölbreyttri þemaviku. Á hverjum degi var ákveðið þema í klæðnaði og allir hvattir til að taka þátt. Vikan hófst á mánudegi með höfuðfatadegi, þar sem þátttakendur klæddust stílfærðum og óhefðbundnum höfuðfötum, þar voru nemendur mættir með kúrekahatta og hjálma til að nefna fáeitt. Á þriðjudegi var komið að Celebritydegi þar …Lestu áfram
Birt 22. nóvember, 2025 Nú er langþráður draumur okkar að rætast ! Í gegnum árin hafa margir gestir sótt skólann heim og flestir sýnt mikinn áhuga á að skoða skólaspjöld frá námsárum sínum eða forfeðra sinna. Nokkur spjöld hanga á veggjum skólans en flest eru þau í geymslum og aðgengið að þeim hefur alls ekki verið nógu gott. Í tilefni af 100 ára afmæli Laugaskóla er verið að gera öll …Lestu áfram
Birt 20. nóvember, 2025 Nýjar skólapeysur komnar í hús! Útskriftarnemar hafa árlega séð um að hann og panta skólapeysur og að þessu sinni var það Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson sem hannaði peysurnar. Í ár styrktu fimm fyrirtæki verkefnið og vilja útskriftarnemar þakka þeim sérstaklega fyrir. Fyrirtækin sem um ræðir eru Jarðböðin við Mývatn, Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Iceland Travel, Framsýn og Faglausn.
Birt 18. nóvember, 2025 Flogið frá Akureyri til Gatwick Þann 4. nóvember síðastliðinn, eftir langt uppbrot á hefðbundnu skólastarfi með afmælishátíð og Tónkvísl, fóru nemendur í útskriftarferð. Nemendurnir voru 21 talsins en með þeim fóru tveir starfsmenn. Flogið var frá Akureyri til Gatwick og gist á Radison Red en á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur stilla sér upp við styttu hótelsins. Daginn eftir flaug hópurinn áfram til Barcelona og …Lestu áfram
