Grunnskólamót á Laugum

Birt 29. september, 2017 Dagana 29. og 30. september stendur Íþróttafræðibraut Framhaldsskólans á Laugum fyrir íþróttamóti í skólanum. Keppendur mótsins eru grunnskólanemar víðsvegar af landinu sem munu takast á í íþróttahúsinu. Keppnin sjálf mun vera í dag, föstudag þar sem keppt verður í hinum ýmsu greinum og munu vafalaust margir bíða spenntir eftir tilkynningu um úrslit keppnarinnar. Um kvöldið fara svangir krakkarnir svo í mat til Kristjáns kokks í Mötuneyti …Lestu áfram

Birt 26. september, 2017

Nemendur í Jarðfræði fóru í vettvangsferð með nemendum sama áfanga í Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hinn margfróði Gunnar Baldursson réði för. Veður var með eindæmum gott og höfðu nemendur gagn og gaman af. Farið var upp Hólasand upp í Mývatnssveit þar sem hin ýmsu fyrirbrigði voru skoðuð, t.d. Víti, Leirhnjúkur og Dimmuborgir.