25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum

Image

Birt 18. maí, 2021

Þann 15. maí síðastliðinn voru 25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum. Vegna samkomutakmarkana gátu bara nýstúdentar og nánustu aðstandendur þeirra verið viðstaddir athöfnina auk starfsmanna.

Við athöfnina fengu Hanna Sigrún Helgadóttir og Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir kennarar við skólann silfurmerki hans fyrir tíu ár í starfi. Nýstúdentar fengu að venju viðurkenningar fyrir námsárangur, félagsstörf og önnur góð verk við skólann.

Hæstri meðaleinkunn á stúdentesprófi 2021, 8,08, náði Stefán Óli Hallgrímsson og er dúx Framhaldsskólans á Laugum þetta árið.

25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum

25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum

Brautskráning nýstúdenta fer fram á laugardaginn

Image

Birt 11. maí, 2021

Laugardaginn 15. maí kl. 14:00 fer fram brautskráning nýstúdenta við Framhaldsskólann á Laugum.

Vegna samkomutakmarkana geta einungis útskriftarnemar og nánustu aðstandendur verið viðstaddir, en að öðru leiti verður brautskráningin með hefðbundnu sniði. Áhugasamir geta fylgst með streymi frá athöfninni á Facebook síðu skólans www.facebook.com/laugaskoli og hefst streymið rétt fyrir kl. 14.

Sýningar nemendafélagins á Bugsy Malone

Image

Birt 3. maí, 2021

Um helgina fóru fram sýningar nemendafélagins á Bugsy Malone – Bugsy fullorðinn. Sýningarnar heppnuðust mjög vel og var aðsókn með ágætum. Húsið okkar sem við köllum „Þróttó“ fékk nýlega endurbætur að innan og var aðstaða til sviðslista bætt. Hér má sjá upptöku af lokasýningu Bugsy Malone – Bugsy fullorðinn sem fór fram í gær 2. maí 2021: https://www.youtube.com/watch?v=Vrvx5ebhPGc