Stefnur og áætlanir

Birt 9. september, 2024

 

 

 

Smelltu á linkinn til þess að lesa um jafnréttisáætlun skólans: jafnrettisaetlun2023-2025

Smelltu á linkinn til þess að lesa um áætlun um öryggi og heilbrigði: oryggi-heilbrigdi-fl-28112023

Smelltu á linkinn til þess að lesa um áætlun um viðbrögð við einelti ofbeldi og áreitni: Áætlun um viðbrögð við einelti

Smelltu á linkinn hér til þess að lesa um áætlun um persónuverndarstefnu FL: Persónuverndarstefna

Smelltu á linkinn til þess að lesa um upplýsingaöryggisstefnu FL: Upplýsingaöryggisstefna

Smelltu á linkinn til þess að lesa um jafnlaunastefnu FL:Jafnlaunastefna_FL_undirrituð_5útgáfa

Smelltu á linkinn til þess að lesa um viðbragsáætlun FL: vidbragdsaaetlun-fl
Smelltu á linkinn til þess að lesa um viðbrögð við neyðartilvikum: vidbrogd-vid-neydartilvikum
  
Skoðaðu rýmingaráætlun FL: Rýmingaráætlun
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
Smelltu á linkinn til þess að lesa um móttökuáætlun Framhaldsskólans á Laugum fyrir erlenda nemendur: Erlendir nemendur
Skoðaðu Mannauðsstefnu FL: Mannauðsstefna

 

Loftslagsstefna

Loftslagsstefna Framhaldsskólans á Laugum

Framhaldsskólinn á Laugum einsetur sér að þróa menningu sjálfbærrar þróunar. Skólinn stuðlar að því að nemendur þroski getu til að skilgreina hlutlægt hvað er nauðsynlegt, hvernig eigin gerðir hafa áhrif og verði virkir talsmenn sjálfbærrar þróunar. Loftlagsstefna skólans er hluti af menntun til sjálfbærrar þróunar sem stuðlaðar að þekkingu, vitundar og aðgerða sem efla einstaklinga og umbreyta samfélaginu. Markmið er að tryggja að einstaklingar geti skilið sjálfbærniáskoranir, skapa meðvitund um mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og vilja til breytinga.

Framhaldsskólinn á Laugum leggur áherslu á að bæði daglegt líf innan skólans og rekstur hans verði með vistvænum hætti. Þáttur í þessu markmiði skólans er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en loftslagsbreytingar eru raunveruleg ógn sem mannkynið og komandi kynslóðir standa frammi fyrir. Framhaldsskólinn á Laugum telur mikilvægt að skólinn leggi sitt af mörkum til þess að sporna við þessari þróun og að markmiðum COP26 sé náð.

Framhaldsskólinn á Laugum fylgir Grænum skrefum í ríkisrekstri og vinnur þar með markvisst að því draga úr umhverfisáhrifum stofnunarinnar og taka framförum á þessu sviði.

Loftslagsstefna Framhaldsskólans á Laugum nær til innkaupa, orkunotkunar, úrgangs sem fellur til við skólastarfið, heimavistar nemenda, samgangna starfsfólks (ferðir í og úr vinnu meðtaldar) og nemenda skólans í ferðum tengdu skólastarfi. Hún nær til allrar starfsemi sem fer fram innan veggja skólans, bygginga og framkvæmda. Skólinn hvetur starfsfólk að nýta sér vistvæna og heilsusamlega samgöngumáta og að samnýta ferðir starfsfólk eins mikið og hægt er.

Loftslagsstefna skólans verður rýnd á hverju ári í þeim tilgangi að uppfæra markmið stefnunnar og tryggja að þau séu metnaðarfull og hægt sé að fylgja þeim eftir. Umhverfisfulltrúi skólans, í samstarfi við umhverfisnefnd, taka það verkefni að sér en í henni eru skólameistari, áfangastjóri, umhverfisfulltrúi, fjármálastjóri, fulltrúi kennara, fulltrúar nemenda, heimavistarstjóri, húsvörður og matreiðslumaður.

Árið 2022 byrjaði Framhaldsskólinn á Laugum að halda grænt bókhald. Öll stefnumótun, endurskoðun og eftirfylgni loftslagsstefnunnar verður gerð í samræmi við niðurstöður græna bókhaldsins í framtíðinni. Upplýsingum um árangur aðgerða verður miðlað á heimasíðu skólans þegar þær liggja fyrir.

Skólinn er hitaður upp með heitu vatni frá jarðvarmaveitu sem er í eigu skólans. Vatnið  kemur upp með miklum þrýstingi þannig að ekki þarf að dæla vatninu um byggingar skólans. Kalt vatn kemur frá lind við skólann og það fer einnig sjálfrennandi í hús skólans. Rafmagn er keypt af HS veitum í tengslum við rammasamning ríkisins. Allt skólp skólans fer í rotþró en íþróttahús skólans er tengt við sér rotþró. Sorpmál skólans eru í samræmi við fyrirkomulag Þingeyjarsveitar. Úrgangur frá skólanum hefur minnkað á árinu 2021 um 25% frá árinu 2019 samkvæmt upplýsingum frá Terra umhverfisþjónustu.

Vímuvarnir

Framhaldsskólinn að Laugum leitast við að halda uppi öflugum forvörnum gegn notkun fíkniefna, löglegra jafnt sem ólöglegra. Þetta er meðal annars gert með því að upprfæða nemendur um afleiðingar notkunar þessara efna og eru fengnir gestafyrirlesarar til að fjalla um þessi málefni. Þá er líka sérstakur áfangi sem fjallar um vímuefni og skaðsemi þeirra kenndur við skólann. Skólinn vinnur í góðu samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar á Húsavík og Akureyri. Skólinn býður einnig uppá öflugt og fjölbreytilegt íþróttastarf sem og öflugt leiklistarstarf sem stóran lið í sínu forvarnarstarfi þannig að nemendur hafi aðstöðu og aðbúnað til að stunda holla hreyfingu og hafi þannig eftirsóknarvert val til að sækjast eftir, annað en neyslu vímuefna. Skólareglur segja til um að öll neysla vímuvaldandi efna er bönnuð á lóð skólans, í húsum hans og í ferðalögum á hans vegum og er þeim reglum sé fylgt vel eftir.