Skuggakosningar í Framhaldsskólanum á Laugum 2024

Birt 22. nóvember, 2024   Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir lýðræðisátakinu #égkýs. Í því felst að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Átakið endar með  skuggakosningum í framhaldsskólum landsins. Sjá meira um átakið á Um verkefnið | #égkýs Við í Framhaldsskólanum á Laugum tókum þátt í skuggakosningum  þann 21.nóvember 2024.

Einu sinni Laugamaður, ávallt Laugamaður!

Birt 21. nóvember, 2024 Í fámennu samfélagi verða til sterk vinabönd sem endast mörg út lífið. Vinir Laugaskóla eru hollvinasamtök velunnara skólans sem núna eru að leita eftir stuðningi við það metnaðarfulla verkefni að færa Laugaskóla styttu að gjöf á 100 ára afmælinu. Söfnunarreikningur: 1110-05-250834, kt. 580918-0180. Margar hendur vinna létt verk!    

Sigurvegarar Tónkvíslarinnar 2024

Birt 18. nóvember, 2024 Sigurvegari Tónkvíslarinnar að þessu sinni var Alexandra Ósk sem mun keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna. Í öðru sæti í framhaldsskólakeppninni var Ríkey Perla og í þriðja sæti var hópurinn Litlir að neðan sem einnig unnu titilinn vinsælasta lagið. Sigurvegarar í grunnskólakeppninni voru þær Vilborg Halla og Ellý Rún frá Þingeyjarskóla.   Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með sigurinn.  

Íþróttahúsi breytt í tónlistarhöll

Birt 12. nóvember, 2024 Margur er knár þó hann sé smár   Söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum sem nú er haldin í 18 skipti þann 16.nóvember næstkomandi. Samhliða söngkeppni framhaldsskólanema er einnig haldin söngkeppni grunnskólanema á svæðinu. Sérstaða Framahaldsskólans á Laugum er tvímælalaust smæð skólans því sameiningarkrafturinn sem myndast nemenda á milli þegar setja á upp einn af stærstu menningarviðburðum á Norðausturlandi er ákaflega eftirtektarverður.     Einingar fyrir vinnuframlag   …Lestu áfram