Vetrarfríi Framhaldsskólans á Laugum lokið

Dagana 21-29. október, í vetrarfri Framhaldskólans á Laugum fóru nemendur flestir til síns heima en starfsfólk brá sér til Alicante á Spáni. Þar fræddust þeir um notkun snjalltækja í kennslu, núvitund, slökunaraðferðir og fleira.

Tími gafst til skoðunarferða og skemmtana, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Skoðunarferð hjá kastala

Hópefli í litabolta

Slökunarnámskeið á ströndinni

 

Dansæfing

Image

Síðastliðinn fimmtudag breyttu nemendur og starfsmenn skólans út af hefðbundinni dagskrá og skelltu í eina dansæfingu í síðasta tíma fyrir mat. Æfðir voru nokkrir af gömlu dönsunum ásamt hópdönsum og línudansi. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd tóku nemendur og starfsfólk vel á því og skemmtu sér ljómandi vel.