Skipurit

skipurit.pdf

Skólameistari

  • veitir skólanum forstöðu. Í því felst m.a. að hann ber ábyrgð á rekstri hans, húsum, munum og tækjum, sjóðum, framkvæmdum, inntöku nemenda, kennslu og fjárreiðum öllum
  • gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma
  • ber ábyrgð á að fylgt sé fjárhagsáætlun skólans og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans
  • hefur yfirumsjón með starfsmönnum og ber ábyrgð á innra mati skólans, kynningu á starfsemi hans og að upplýsingar um ólögráða nemendur berist forráðamönnum þeirra.

 

Áfangastjóri

  • hefur umsjón með rekstri áfangakerfis við skólann
  • hefur yfirumsjón með gerð stundaskrár og er ráðgjafi nemenda og aðstoðarmaður varðandi val þeirra á áföngum og skipulag þeirra á náminu í samráði við námsráðgjafa
  • hefur umsjón með skipulagi og framkvæmd prófa
  • hefur umsjón með skráningu námsferla, einkunna og fjarvista
  • er staðgengill skólameistara og honum til fulltingis um daglegan rekstur skólans.

 

Fjármálastjóri

  • er skólameistara til aðstoðar við fjárlagagerð og daglegan rekstur
  • sér um öll innkaup fyrir stofnunina, annast bókhald í samráði við ríkisbókhald og ríkisendurskoðun og hefur eftirlit með bókhaldi nemenda
  • fer einnig með bókhald mötuneytis.

 

Kennari:

  • er sérfræðingur í sinni kennslugrein.
  • sér um daglega kennslu og skipuleggur hana í samráði við sviðsstjóra
  • afhendir nemendum kennsluáætlun í byrjun hverrar annar
  • er tengiliður milli nemenda og yfirstjórnar skólans
  • fylgir eftir skólasókn nemenda og námsástundun
  • leiðbeinir nemendum um vinnubrögð í námi, aðstoðar þá við námsval og vinnur námsáætlanir með þeim
  • hefur umsjón með hópi nemenda og er tengiliður skólans við forráðamenn þeirra.

 

Námsráðgjafi:

  • er nemendum til ráðuneytis og aðstoðar við lausn vandamála sem tengjast námi eða félagslegum þáttum skólavistarinnar
  • er bundinn þagnarskyldu
  • er ráðunautur kennara um vandamál nemenda og hefur samband við forráðamenn nemenda í samráði við þá og skólameistara
  • sér um náms- og starfsfræðslu skólans og annast ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda
  • hefur fasta viðtalstíma, sem auglýstir eru í upphafi annar.

 

Skólasafnvörður:

  • veitir forstöðu bókasafni skólans
  • annast innkaup á gögnum fyrir safnið, sem þjónar bæði nemendum og kennurum skólans
  • aðstoðar nemendur og kennara við heimildaleit og upplýsingaöflun og leiðbeinir þeim um notkun safnsins.

 

Netstjóri og tækjavörður:

  • hefur umsjón með tölvukerfi skólans
  • fylgist með hugbúnaði og annast endurnýjun og viðhald kerfisins
  • hefur umsjón með kennslutækjum og nýtingu þeirra
  • annast viðhald og viðgerðir á tækjakosti skólans.

 

Ritari:

  • sinnir skrifstofustörfum fyrir skólann
  • annast ýmiskonar afgreiðslu í þágu nemenda, kennara og annars starfsfólks
  • er tengiliður skólans við íbúa heimavistar.

 

Húsbóndi:

  • hefur eftirlit með heimavistum og gætir þess að farið sé að reglum
  • er nemendum innan handar með ýmislegt það sem upp kann að koma utan venjulegs skólatíma.

 

Þvottastjóri:

  • hefur umsjón með þvottahúsi skólans og annast þvott af öllum heimavistarbúum eftir reglum sem kynntar eru nemendum á hverju hausti.

 

Húsvörður:

  • hefur eftirlit með húsnæði skólans og öðrum eignum hans í umboði skólameistara
  • annast minniháttar viðhald og viðgerðir á húsum skólans
  • annast umhirðu á lóð skólans
  • hefur yfirumsjón með ræstingum og annast innkaup rekstrarvara þar að lútandi í samráði við fjármálastjóra
  • hefur eftirlit með að reglum skólans sé fylgt.

 

Ræstitæknir:

  • sér um daglega ræstingu á afmörkuðu svæði samkvæmt ráðningarsamningi
  • tekur þátt í ítarlegri hreingerningu á öllum húsum skólans vor hvert.

 

Bryti:

  • hefur yfirumsjón með mötuneyti skólans
  • annast matseld, innkaup og verkstjórn í mötuneyti
  • hefur umsjón með ráðningu aðstoðarfólks í samráði við skólameistara.

 

Starfsstúlka í eldhúsi

  • starfar undir stjórn bryta og vinnur öll störf sem eru nauðsynleg og tilheyra starfssemi mötuneytis.

 

 

Deila