BÓKASAFN

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð og vinnuaðstaða fyrir nemendur, kennara og starfsfólk skólans og er staðsett á rishæð í Gamla skóla. Starfsemi þess styður nám, kennslu, félagslíf og þróunarstarf í skólanum. Starfsmaður bókasafns Sólborg Matthíasdóttir si.ragual@allos sér um safnkostinn, s.s. innkaup, skráningu og útlán. Hún veitir nemendum margvíslega námsaðstoð óháða faggreinum. Auk þess aðstoðar hún við heimildaleit og fleira sem tengist bókasafninu sjálfu.

Opnunartími safnsins:

Mánudaga – fimmtudaga kl. 9:00 – 16:00 og föstudaga kl. 9:00 – 15:00. Sími á bókasafni: 464 6305

Aðstaða: Á safninu er lesaðastaða fyrir u.þ.b. 25 nemendur í senn. Nemendur geta nýtt sér aðstöðuna til náms í vinnustofum.

Safnkostur: Safnið er fyrst og fremst búið bókum, tímaritum og öðrum gögnum sem tengjast kennslugreinum skólans. Alls eru nú um 8300 bækur, tímarit, myndbönd, margmiðlunarefni og geisladiskar á safninu. Safnkostur er skráður í Gegni. Bækur í geymslu eru ekki skráðar í bókasafnskerfið.

Útlán á safnkosti: Flest gögn safnsins eru til útlána, en kennslubækur og orðabækur eru þó aðeins til notkunar á safninu sjálfu. Handbækur eru aðeins lánaðar innan skólans. Öll útlán eru tölvuskráð. Lánþegaskírteini eru geymd á bókasafninu. Lánþegi ber ábyrgð á því sem hann tekur að láni. Ef bókavörður er ekki við þegar taka á bók að láni er lánþegi beðinn um að skrá á útlánalista, sem liggur á afgreiðsluborði, nafn sitt, titil bókar og númerið á strikamiðanum sem er aftan á bókinni. Slík útlán verða færð inn í tölvukerfið síðar. Einnig er hægt að skrá bókina sjálfur í sjálfsafgreiðslu á safninu. Útlánstími er 14 dagar. Þegar bókum er skilað á að skilja þær eftir á afgreiðsluborði eða í skilabás. Lánþegar ganga ekki sjálfir frá bókunum. Ef tiltekið rit eða efni er ekki að finna á safninu er lögð áhersla á að útvega það í millisafnaláni.

Safnakennsla: Allir nýnemar fá stutta kynningu á bókasafninu en einnig er safnkennsla í boði fyrir alla nemendur skólans. Safnkennsla felst í kynningu á skólasafninu og starfsemi þess, hvaða gögn eru á safninu og skipulagi safnkosts. Bókasafnskerfi safnsins er kynnt fyrir nemendum og þeir þjálfaðir í notkun þess, ennfremur að nemendur geri sér grein fyrir upplýsingagildi heimasíðu skólans. Kynntir eru innlendir og erlendir gagnagrunnar, leitarvefir og leitarvélar á netinu. Kennarar hafa stundum óskað eftir safnkennslu fyrir sína hópa í upphafi verkefna- og ritgerðavinnu. Nemendum eru þá kynntar helstu leiðir til heimildaöflunar í Leiti og öðrum gagnabönkum.

Tenglar á síður :

Upplýsingar frá HÍ –   

Blindrabókasafn Íslands – Hljóðbókasafn  

Britannica – Academic Edition 

Kennsluvefur í upplýsingalæsi

Landsaðgangur að rafrænum áskriftum – hvar.is –     

Snara – vefbókasafn   

Timarit.is – Leitir.is