Hátíðlegur dagur á Laugum

Birt 22. maí, 2024 Framhaldsskólinn á Laugum brautskráði 34 nýstúdenta laugardaginn 18. maí og hefur hann bara einu sinni áður útskrifað jafnmarga nemendur í einu. Um 400 manns komu á brautskráninguna og þáðu hátíðarkaffi á eftir og voru fjölmargir eldri útskriftarárgangar skólans þar á meðal. Semidúx var Edda Hrönn Hallgrímsdóttir með einkunnina 9,26 og dúx var Arney Dagmar Sigurbjörnsdóttir með hæstu meðaleinkunn í sögu skólans 9,52. Báðar útskrifuðust þær af …Lestu áfram

Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum

Birt 13. maí, 2024 Brautskráning nýstúdenta fer fram við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum þann 18.maí kl. 14.00. Við bjóðum ykkur öll að gleðjast með okkur og þiggja kaffiveitingar að athöfn lokinni í matsal skólans. Þann sama dag kl. 12:30 í Þróttó fer fram aðalfundur hollvinasamtakanna Vina Laugaskóla. Þar mun afmælisnefnd m.a. kynna hugmyndir vegna 100 ára afmæli skólans fyrsta vetrardag 2025. Verið hjartanlega velkomin.  

Mannréttindaskóli ársins 2023

Birt 2. maí, 2024 Á hverju ári blæs Íslands­deild Amnesty Internati­onal til herferð­ar­innar Þitt nafn bjargar lífi, sem er alþjóð­legt mann­rétt­inda­átak við að safna undir­skriftum til stuðn­ings tíu einstak­linga eða hópa sem þolað hafa mann­rétt­inda­brot. Fastur liður í herferð­inni er fram­halds­skóla­keppni í undir­skrifta­söfnun, þar sem ungt fólk er hvatt til að beita sér í þágu mann­rétt­inda. Í ár tóku 23 fram­halds­skólar þátt og 6740 undir­skriftir söfn­uðust til stuðn­ings einstak­linga og hópa …Lestu áfram