
Laugaskóli 100 ára – boð í afmæli
Birt 29. september, 2025
Birt 29. september, 2025
Birt 25. september, 2025 Nemendur í dagsferð Guðný Halldórsdóttir kennari við Framhaldsskólann á Laugum fór með hóp af nemendum í skemmtilega ferð í Mývatnssveit þann 24. september. Góðar móttökur Nemendur heimsóttu Kröfluvirkjun, Víti, Grjótagjá og Dimmuborgir. Hópurinn fékk afar góðar móttökur frá starfsmanni Landsvirkjunar og landverði i Mývatnssveit. Við kunnum þeim okkar bestu þakkir fyrir. #BeActive
Birt 24. september, 2025 Framhaldsskólinn á Laugum tekur þátt í #BeActive íþróttaviku Evrópu. #BeActive eru einkunnarorð Íþróttaviku Evrópu sem haldin er í yfir 30 Evrópulöndum vikuna 23.-30. september ár hvert. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Hér má sjá þá dagskrá sem er i boði fyrir nemendur á skólatíma. Nemendur hafa einnig aðgang að skipulögðum …Lestu áfram
Birt 23. september, 2025 Í tilefni af hundrað ára afmæli Laugaskóla vinnum við nú hörðum höndum að því að finna öll skólaspjöld frá stofnun skólans. Það hefur tekist vel en sum spjöld eru illa á sig komin og biðjum við því um aðstoð með að finna nokkur spjöld. Árið sem við óskum eftir í þessari viku er árið 1938 -1939. Netfangið okkar er si.ragual@ragual ef einhver lumar á því spjaldi. …Lestu áfram
Birt 21. september, 2025 Í tilefni af hundrað ára afmæli Laugaskóla verður heimildarmyndin Voru allir hér eftir Ottó Gunnarsson frumsýnd á Laugum þann 25. október næstkomandi.