Íþróttafræðibraut

 

Á íþróttabraut er lögð áhersla á gott almennt nám með sérstaka áherslu á trausta þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða. Að loknu námi eiga nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu á áðurnefndum sviðum og vera færir um að nýta sér hana við margvísleg verkefni og til frekara náms, einkum í íþrótta- og heilsufræðum.

Námsbrautarlýsing íþróttabrautar

Í íþróttahúsinu er aðstaða fyrir fjölbreytta íþróttaiðkun ásamt líkamsræktaraðstöðu að ógleymdri sundlauginni. Á Laugum er íþróttaaðstaðan með því besta sem gerist í framhaldsskólum á Íslandi en skólinn kappkostar að gefa nemendum tækifæri til þess að stunda fjölbreytta líkamsrækt við góðar aðstæður. Íþróttahús skólans er glæsilegt og vel tækjum búið. Auk íþróttasalar sem var endurnýjaður 2019 eru þar tveir líkamsræktarsalir.

Sundlaugin á Laugum er tengd við íþróttahús skólans en hún var tekin í notkun árið 2005. Glæsilegur íþróttavöllur er á Laugum sem nemendur hafa greiðan aðgang að en völlurinn var endurnýjaður árið 2006. Nemendur skólans hafa gjaldfrjálsan aðgang í íþróttahúsið, sundlaugina og ræktina sem er frábær kjarabót og því um að gera að nýta sér hina frábæru íþróttaaðstöðu eftir að kennslu lýkur.

 

Deila