ÞJÓNUSTA

 

Starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum
leggur metnað sinn í að veita nemendum skólans bestu mögulegu þjónustu.

 

Á skrifstofu skólans í anddyrinu starfar skólaritarinn, Sólborg Matthíasdóttir (Solla ) si.ragual@allos sem veitir upplýsingar um það sem lýtur að skólastarfinu ásamt ýmiskonar annarri aðstoð og afgreiðslu.

Námsráðgjafi er Eygló Sófusdóttir sem hefur aðsetur inn af Bjarmalandi. Námsráðgjafi aðstoðar nemendur við lausn vandamála sem tengjast námi eða félagslegum þáttum skólavistarinnar.

Kerfisstjóri er Kristinn Ingi Pétursson sem rekur net- og tölvukerfi skólans. Hann er með skrifstofu á 2. hæð Gamla skóla og tekur þar á móti starfsmönnum og nemendum sem þurfa hjálp með tölvumálin.

Á efstu hæð er bókasafn skólans þar sem safnverðir aðstoða nemendur og kennara við heimildaleit og upplýsingaöflun ásamt því að leiðbeina þeim um notkun safnsins.

Í mötuneytinu sér kokkurinn og föruneyti hans um að matreiða ofan í nemendur og starfsfólk.

Í kjallaranum er þvottahús þar sem þvottastjóri þvær, þurrkar og brýtur saman þvott nemenda.

Sömuleiðis hefur í kjallaranum aðsetur umsjónarmaður fasteigna sem hefur eftirlit með húsnæði skólans og er nemendum innan handar ef upp koma vandamál á heimavistum er tengjast húsnæðinu sjálfu.

Þá eru húsbændur á vakt öll kvöld vikunnar og eru nemendum innan handar með ýmislegt sem kann að koma upp utan venjulegs skólatíma.

Á Laugum er íþróttaaðstaðan ein sú besta í framhaldsskólum á Íslandi 

Hér má finna upplýsingar um heilsugæslu 

Og ef þig vantar nánari upplýsingar Viltu heyra í okkur ?

 

Einkunnarorð skólans: „Metnaður, trúmennska, tillitssemi, glaðlyndi“