Hvað er jöfnunarstyrkur ?

Birt 8. janúar, 2026   Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni. Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skólann sem nemendur stunda nám við.  Hér má sjá töflu sem skilgreinir hvaða póstnúmer teljast vera í nágrenni við skóla. Fjarnám er ekki styrkhæft. Dreifnám er aðeins styrkhæft ef nemendur þurfa að mæta í skólann að minnsta kosti 50% af dagafjölda nemenda sem …Lestu áfram

Gettu betur

Birt 6. janúar, 2026 Gettu betur spurningakeppni framhaldsskólanna er hafin. Í dag klukkan 18:10 er liðið okkar að keppa á móti ME (Menntaskólanum á Egilstöðum) Við hvetjum ykkur öll til að hlusta á RÚV Rás 2.

Skólastarf hefst að nýju

Birt 5. janúar, 2026 Á morgun kl.13.00 opna heimavistir skólans á ný eftir langt og gott jólafrí. Hægt er að nálgast nýja lykla á skrifstofu skólans þar sem vel verður tekið á móti nýjum sem og eldri nemum skólans. Gleðilegt nýtt skólaár.