Hressbikarinn

Image

WC Riben liðið skipuðu; Ragnar, Óliver, Leon, Benedikt og Dagný.

Þriðja umferðin í Hressbikarnum 2018 fór fram í gær. Keppt var að þessu sinni í bandý og mættust á ný liðin WC Riben og Englarnir. Bandý er klárlega í miklu uppáhaldi hjá WC Riben því skemmst er frá því að segja að liðið vann öruggan 10 – 0 sigur og er þar með enn með fullt hús stiga í heildarstigakeppninni. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir sigur liðsins þetta árið. Síðasta umferð keppninnar fer fram næsta þriðjudag en þá verður keppt í blaki.

Hressbikarinn 2018 – Badminton

Image

Keppendur á mynd: Ragnar, Dagný og Benedikt

Keppni í Hressbikarnum 2018 hélt áfram í vikunni þar sem keppt var í badminton. Aftur var það lið WC Riben sem stóð uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu við lið Englanna. Keppt var í einliðaleikjum karla og kvenna og síðan í tvenndarleik. WC Riben hafði sigur í öllum viðureignunum og vann því 3 – 0 sigur.  Á næsta þriðjudag verður keppt í bandý og svo endar keppnin í blaki í byrjun desember.

Hressbikarinn 2018 – WC Riben

Image

WC Riben liðið skipuðu; Ragnar, Óliver, Leon, Benedikt og Dagný.

 

Keppnin um “Hressbikarinn 2018” hófst í gær á battafótbolta. Um er að ræða stigakeppni liða sem nemendur búa sér til sjálfir og er þemað að þessu sinni B-íþróttir. Næstu 3 þriðjudaga verður keppt í badminton, bandý og blaki þar sem samanlagður árangur í öllum greinum ræður úrslitum.

Í battafótboltanum í gær sigraði liðið WC Riben og náði sér þannig í 10 stig í heildarstigakeppninni.

Næsta keppni er, eins og áður segir, badminton þriðjudaginn 20. nóvember þar sem keppt verður í einliðaleikjum karla og kvenna auk tvenndarleiks.