Almenn braut

Birt 24. júní, 2024

 

 

 

Brautarstjóri almennrar brautar er Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir

 

 

Námið 

Námi á almennri braut er ætlað að veita nemendum, sem ekki hafa náð að uppfylla markmið grunnskólans, tækifæri til að vinna upp það sem uppá vantar í kjarnagreinum auk þess að gera þá hæfari til að takast á við almennt nám á framhaldsskólastigi.

Einstaklingsmiðað nám sem hentar þörfum hvers og eins

Tilgangurinn er að nemendum sé boðið upp á menntun sem henti þörfum hvers og eins. Námið er að miklu leyti einstaklingsmiðað. Megináherslan er á að styrkja almenna þekkingu, leikni og hæfni nemenda í kjarnagreinum til að þeir geti stundað nám á brautum til stúdentsprófs eða annarra skilgreindra námsloka. Ennfremur að undirbúa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og áframhaldandi nám.

Hæfniviðmið:
  Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …

  • þekkja betur hæfni sína og styrkleika
  • hlusta á sjónarmið annarra og virða þau
  • tjá eigin skoðanir í ræðu og riti
  • taka þátt í lýðræðissamfélagi, s.s. skólastarfinu
  • leita nýrra leiða og mynda sér sjálfstæðar skoðanir
  • nýta sér læsi í víðu samhengi
  • lesa í umhverfi sitt, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á því hvað er viðeigandi hverju sinni
  • geta nýtt sér viðeigandi stuðninstæki við námið, s.s. reiknivélar í símum, leiðréttingaforrit, hljóðbækur og annað það sem nýtist við námið
  • átta sig á því að það eru bæði til réttindi og skyldur og öll berum við ákveðna ábyrgð á lífi okkar
  • virða og ganga vel um náttúru og umhverfi, einnig hið mannlega umhverfi sem skapast í miklu nábýli lítils heimavistarskóla

 

Nánari upplýsingar um nám á almennri braut má finna hér