Almenn braut

 

Námi á almennri braut er ætlað að veita nemendum, sem ekki hafa náð að uppfylla markmið grunnskólans, tækifæri til að vinna upp það sem uppá vantar í kjarnagreinum auk þess að gera þá hæfari til að takast á við almennt nám á framhaldsskólastigi. Tilgangurinn er að nemendum sé boðið upp á menntun sem henti þörfum hvers og eins. Námið er að miklu leyti einstaklingsmiðað. Megináherslan er á að styrkja almenna þekkingu, leikni og hæfni nemenda í kjarnagreinum til að þeir geti stundað nám á brautum til stúdentsprófs eða annarra skilgreindra námsloka. Ennfremur að undirbúa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og áframhaldandi nám.

 

Brautarstjóri almennrar brautar er Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir.

Nánari upplýsingar um nám á almennri braut má finna hér

 

 

 

Deila