Brautskráning nýstúdenta

Birt 2. júní, 2022 Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum fór fram á laugardaginn sl. og voru 31 nýstúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum. Dúx Framhaldsskólans á Laugum er Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson með 9,36 í einkunn. Semí-dúx Framhaldsskólans á Laugum er Guðný Alma Haraldsdóttir með 9,14 í einkunn. Eldri afmælisárgangar fjölmenntu á brautskráninguna, en við höfum ekki getað haldið hefðbundna brautskráningu sl. 2 ár vegna kóvíd. Við erum afar …Lestu áfram

Brautskráning 14. maí

Birt 11. maí, 2022 Brautskráning nýstúdenta fer fram við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum, laugardaginn 14. maí klukkan 14:00. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin að gleðjast með okkur og þiggja kaffiveitingar að athöfn lokinni í matsal skólans. Aðalfundur hollvinasamtakanna Vinir Laugaskóla fer fram í íþróttahúsinu klukkan 17:00. Velunnarar skólans eru hvattir til að mæta á þann fund.

Síðustu dagarnir á vorönn

Birt 9. maí, 2022 Nemendur Laugaskóla eru farnir heim í sumarfrí eftir annasama önn. Síðastliðin vika var virkilega fjörleg. Uppskeruhátíð nemendafélagsins var haldin 4. maí. Á Uppskeruhátíðinni fer stjórn nemendafélagsins yfir viðburði vetursins og tilkynnir nýja stjórn 2022-2023.Við þökkum fráfallandi stjórn nemendafélagsins fyrir vel unnin störf í vetur. Hrólfur Jón tók við embætti forseta nemendafélagsins af Jóni Vilbergi. Ólöf Jónsdóttir tók við embætti varaforseta og ritara nemendafélagsins af Heru Marín  …Lestu áfram