Jólafrí Framhaldsskólans á Laugum

Birt 17. desember, 2024 Nú eru nemendur komnir í langþráð jólafrí og óskum við þeim gleðilegra jóla og hlökkum mikið til þess að sjá þau aftur á nýju ári. Vistirnar opna aftur sunnudaginn 5.janúar og kennsla hefst samkvæmt stundarskrá mánudaginn 6.janúar.  

Gefðu mér gott í skóinn

Birt 13. desember, 2024 Það er stundum gott að búa svona nálægt íslensku jólasveinunum því í Framhaldsskólanum á Laugum ríkir sú hefð að setja skóinn sinn fyrir utan hurðina á ákveðnum degi fyrir jólafrí.

Vinningshafar í happdrætti

Birt 9. desember, 2024 Nemendur á öðru ári eru að safna sér fyrir útskriftarferð næsta haust og seldu happdrættismiða í desember. Í dag fóru þau á sýsluskrifstofuna á Húsavík og drógu í happdrættinu. Hér er listi yfir vinninga og númer vinningsmiða. Handhafar vinningsmiða geta vitjað þeirra á skrifstofu skólans milli kl. 8:30-12:30 dagana 9.-13. desember. Þá má líka hafa samband í síma 464-6300 til þess að gera ráðstafanir varðandi það …Lestu áfram

Viðtal við nemendur í þætti á Rúv

Birt 7. desember, 2024 Hver vegur að heiman er vegurinn heim Ég held að ég hefði ekki náð þessu sjálfstæði ef ég hefði ekki ákveðið að fara að heiman sagði Thelma Rún Jóhannsdóttir við þáttastjórnanda á Rúv við gerð þáttarins Vegur að heiman sem frumsýnt var nú október á þessu ári.  Þetta er afar skemmtilegt sjónvarspefni og við mælum með að horfa á þáttinn og þá sérstaklega þegar sýnt er …Lestu áfram

Litlu jól Framhaldsskólans á Laugum

Birt 6. desember, 2024 Það voru brosmildir nemendur sem mættu prúðbúnir á litlu jólin í gær þann 5.desember og áttu þar gleðilega stund saman með starfsfóki skólans í hátiðlega skreyttum matsalnum.