Lokametrar annarinnar.

Nú á lokametrum annarinnar er mikið að gera hjá nemendum FL og allir að reyna ná sem bestum lokaeinkunnum í áföngunum sínum. Þó verkefnaskil hafi staðið jafnt og þétt yfir önnina eru að sjálfsögðu einhver verkefni sem eftir standa sem og einhver verkefni sem nemendur hafa fengið að fresta.

Nú eftir áramót munum við kveðja einhverja nemendur skólans sem eru ýmist að klára, hætta eða eru að taka seinustu önnina utanskóla.

Þökkum við öllum þeim nemendum fyrir samstarfið yfir veturinn og bjóðum gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

GI

Bréfamaraþon Amnesty International 2017

Image

Þann 7. desember síðastliðinn tóku nemendur og starfsmenn Framhaldsskólans á Laugum þátt í bréfamaraþoni Amnesty International. Málefnin voru tíu talsins að þessu sinni og skrifuðu þátttakendur okkar rúmlega 800 bréf til stuðnings ýmsum málefnum til að mótmæla mannréttindabrotum sem eiga sér stað víðs vegar um heiminn. Góður andi ríkti og fengu þátttakendur smákökur og konfekt.

Föndurkvöld 6. desember 2017

Image

Í gærkveldi var svokallað föndurkvöld sem Freydís Anna Arngrímsdóttir kennari, hafði veg og vanda af. Nemendur jafnt sem starfsmenn tóku þátt og má sjá á meðfylgjandi myndum fallega muni sem litu dagsins ljós.