Morfís æfing

Image

22. febrúar sl. var haldin Morfís-æfing fyrir Morfís lið Laugaskóla. Þar mættu þau liði starfsmanna og var umræðuefnið fíkniefni. Starfsmenn voru meðmælendur en Morfísliðið voru andmælendur. Æfingin var í tilefni af því að Framhaldsskólinn á Laugum mætir Kvennó í Morfís á þriðjudaginn næsta og er spenningurinn mikill!

Smádýr í Laxá – Guðmundur Smári

Image

Að störfum

Guðmundur Smári raungreinakennari hlaut styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar upp á kr. 345.000 nú á dögunum til að rannsaka smádýr í Laxá. Verkefnið snýst um að fylgjast með sveiflum yfir eitt ár í smádýralífi Laxár, það er gert með því að safna sýnum mánaðarlega og greina hvaða dýr finnast í þeim. Nemendur náttúrufræðibrautar koma til með að vera virkir þátttakendur í verkefninu og kynnast þannig hvernig rannsóknarvinna í líffræði fer fram, á stærri skala en hægt er að kenna í stökum áföngum. Þess er vert að geta að nánast einungis verkefni innan háskóla hljóta styrki úr þessum sjóði og er Framhaldsskólinn á Laugum eini framhaldsskóli landsins sem hlýtur styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar.

Ofurskálin 2018

Image

Ofurskálin 2018 fór fram sl. sunnudagskvöld. Sú hefð hefur skapast í skólanum að hittast í Þróttó og horfa á viðburðinn í beinni útsendingu. Það var vel mætt og nokkrir starfsmenn og makar mættu á svæðið og grilluðu við góðan orðstír framhaldsskólanema. Ofurskálin (Super bowl) er úrslitaleikur í Amerískum fótbolta. Leikur þessi er þekktur innan Bandaríkjanna og Kanada sem football sem þýðir fótbolti á íslensku, er hópíþrótt sem er þekkt fyrir mikla hörku þrátt fyrir að vera þaulskipulögð. Markmið leiksins er að skora sem flest stig með því að koma boltanum að marklínu andstæðingsins. Til þess að koma boltanum áfram má kasta honum, hlaupa með hann eða rétta hann öðrum liðsfélaga. Stig eru skoruð á marga vegu, m.a. með því að koma boltanum yfir marklínuna eða með því að sparka boltanum milli markstanganna.