Moodle og INNA

„Moodle“ moodle.laugar.is

Vefsíðan http://moodle.laugar.is/ er í daglegu tali kölluð „Moodle“. Þetta er kennsluvefur sem nemendur nota til að vinna verkefni frá kennurum. Sami aðgangur og fyrir tölvupóstinn er notaður inn í Moodle. Þó ert eitt sem þarf að athuga, einungis fyrri hluti netfangsins er notað sem notandanafn, en sama lykilorð. Það þýðir að ef jon12@laugar.is ætlar að skrá sig inn í Moodle, þá skrifar hann jon12 sem notandanafn, ekki jon12@laugar.is eins og þegar þú skráðir þig hér inn í tölvupóstinn.

 

„Inna“ www.inna.is

  • Inna er upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla sem smíðað hefur verið á vegum menntamálaráðuneytisins.
  • Upplýsingakerfið er í notkun í flestum framhaldsskólum landsins.
  • Í Innu er haldið utan um skipulag náms, skráningu nemenda, stundatöflu- og prófatöflugerð, námsferil og einkunnir.
  • Öll skráning, vinnsla og miðlun þessara upplýsinga fram í gegnum Netið.
  • Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgang að Innu. Þeir sækja sér lykilorð  á www.inna.is í gegnum „gleymt lykilorð“ (sjá lýsingu hér að neðan) og fá sent nýtt lykilorð á netfang forráðamanns sem skráð var í Innu þegar sótt var um skólann. Forráðamaður notar eigin kennitölu.

Gleymt lykilorð
Nemandi sem hefur týnt lykilorði sínu, svo og forrráðamaður nemanda yngri en 18 ára, geta sótt sér lykilorð að Innu. Lykilorðið er sent á netfangið sem skráð er í Innu.
1. Smellt er á tengilinn „Gleymt lykilorð“ til hægri á innskráningarsíðu Innu, www.inna.is.
2. Kennitalan er slegin inn og FL valið.
3. Inna sendir sjálfkrafa notendanafn (nota má hvort heldur er notendanafnið eða kennitöluna) og lykilorð í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Innu.