Inna www.inna.is
- Inna er upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla sem smíðað hefur verið á vegum menntamálaráðuneytisins.
- Upplýsingakerfið er í notkun í flestum framhaldsskólum landsins.
- Í Innu er haldið utan um skipulag náms, skráningu nemenda, stundatöflu- og prófatöflugerð, námsferil og einkunnir.
- Öll skráning, vinnsla og miðlun þessara upplýsinga fram í gegnum Netið.
- Innskráning inn í Innu fer fram með Íslykli, eða rafrænum skilríkjum.
- Hægt er að nota “Microsoft 365” skólans (@laugar.is netfang þitt) til að skrá sig inn með því að fylgja þessum leiðbeiningum: inna-office365-innskraning
- Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgang að Innu, með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.