Minnum á jöfnunarstyrkinn!

Birt 14. febrúar, 2022 Viljum minna á að umsóknarfrestur vorannar 2022 er til og með 15. febrúar n.k. ef námsmaður ætlar að fá fullan námsstyrk. Ef námsmaður sækir um eftir 15. febrúar að þá skerðist styrkurinn um 15%. Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Fjarnám er ekki styrkhæft. Dreifnám er aðeins styrkhæft ef nemendur þurfa að koma í skólann a.m.k. 50% …Lestu áfram

Minningarathöfn – Kristinn Aron

Birt 9. febrúar, 2022 Þann 2. febrúar sl. lést Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson af slysförum. Nemendur, starfsfólk og vinir Kidda ætla að minnast hans í matsal skólans klukkan 14:00, föstudaginn 11. febrúar. Séra Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur mun leiða minningarathöfnina og boðið verður upp á kaffiveitingar á eftir.

Skólastarfið í vikunni

Birt 7. febrúar, 2022 Í dag hófst skólastarf á ný eftir erfiða daga. Nemendur byrjuðu daginn á skólafundi með Bjössa skólameistara klukkan 9:15 í morgun, þar sem farið var yfir skipulag næstu daga. Við gerum ráð fyrir því að skólastarf verði með eins hefðbundnum hætti og aðstæður leyfa. Við fáum áfram utanaðkomandi aðstoð og leggjum mikla áherslu á samveru eftir að skóladegi lýkur í samvinnu við nemendafélagið.

Sorgarfréttir frá Laugaskóla

Birt 4. febrúar, 2022 Sá hörmulegi atburður átti sér stað þann 2. febrúar sl. að nemandi okkar varð fyrir bíl og lést. Við erum öll harmi slegin vegna málsins og syrgjum góðan félaga og vin. Við höfum fengið góðan stuðning frá öllu skólasamfélaginu á Íslandi og hefur Rauði krossinn auk námsráðgjafa, sálfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga séð um áfallahjálp fyrir nemendur og starfsmenn. Séra Þorgrímur, sóknarprestur á Grenjaðarstað, hefur haldið kyrrðar- …Lestu áfram