Námsferð til Vopnafjarðar 19. september 2022

Birt 21. september, 2022 Nemendur í áfanganum „Vesturferðir Íslendinga“ fóru ásamt kennara sínum, Rögnu Heiðbjörtu Ingunnardóttur til Vopnafjarðar í upplýsingaöflun. Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað við Vopnafjörð fræddi nemendur um Vesturferðirnar og lífið á heiðarbýlunum. Veðrið lék við okkur og kennslustund hjá Ágústu var utandyra þar sem nemendur nutu fróðleiks hennar eins og myndir sýna. Þaðan var farið í Kaupvangi á Vopnafirði þar sem Cathy Josephson  tók á móti okkur og …Lestu áfram

Kærleikur frá Laugaskóla

Birt 7. september, 2022 SSNE (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra) eru að vinna að SAMNOR kynningarefni fyrir framhaldsskóla á Norðurlandi. Þetta er skemmtilegt verkefni og okkur þykir gaman að taka þátt í því. Í gær kom Jón Tómas, tökumaður, frá auglýsingastofunni Eyrarlandi og tók upp efni fyrir Laugaskóla. Nemendur og starfsfólk voru mjög samvinnuþýð í þessu verkefni og meðal annars fóru út og mynduðu stórt hjarta á torginu. …Lestu áfram

Fyrsta vikan á nýju skólaári

Birt 1. september, 2022 Skólinn var settur sunnudaginn síðastliðinn í Íþróttahúsinu á Laugum. Sama dag opnuðu vistirnar og nýnemar og eldri nemendur streymdu að með búslóðina í eftirdragi. Fyrsta vikan í framhaldsskólanum á Laugum köllum við Brunn og er að venju samkvæmt óhefðbundin kennsla þá vikuna. Á mánudaginn var sett upp þrautabraut á skólalóðinni, þar sem nemendur skemmtu sér við hinar ýmsu þrautir. Á þriðjudaginn fóru nemendur í gönguferð í …Lestu áfram