3 dagar í Tónkvísl

Í dag, miðvikudag er undirbúningur Tónkvíslar, sem fram fer í íþróttahúsinu á Laugum, komin í fullan gang þar sem einungis þrír dagar eru til stefnu. Margir nemendur lögðu því námsbækur til hliðar í morgun og viðtekur feikimikið verknám, að setja upp tónlistarveislu sem fram fer nk. laugardagskvöld kl. 19.30. Nemendur munu vinna hörðum höndum næstu daga við tæknimál, smíðavinnu, undirbúning keppenda, hljómsveitaræfingar og allt sem til þarf til að gera þessa hátið sem veglegasta.

Nú er svo sannarlega farið að styttast í þetta!Endilega kauptu þér miða í forsölu á tonkvislin@laugar.isATH. 500 kr afsláttur er af seldum miðum í forsölu!#Tonkvislin

Posted by Tónkvíslin on Wednesday, February 15, 2017