Listaverk fyrir Laugaskóla

Hundrað ára saga  Bygging Laugaskóla hófst þann 26.maí árið 1924 eftir mikla þrautagöngu vaskra manna er vildu að í héraðinu risi skóli. Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína rúmlega ári síðar eða þann 25.október árið 1925. Í tilefni af því að Framhaldsskólinn á Laugum verður 100 ára þann 25.október næstkomandi þá var stofnuð sérstök afmælisnefnd. Í henni sitja Kristján Guðmundsson, Hjördís Stefánsdóttir,  Arnór Benónýsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Margt er í …Lestu áfram

Grunna Laugin

Nemendur í Miðlunartækni verða með þátt í beinu streymi á facebook síðu skólans á næsta miðvikudag kl 17 – 18. Áskoranir, viðtöl söngur og fleira skemmtilegt. Ekki missa af þessum glæsilega viðburði sem nemendur sjá alfarið um. 

Mánudagsminning

Tjörnin er viðfangsefnið þessa vikuna. Það kannast eflaust margir við að hafa smellt mynd af skólanum sem speglast í tjörninni á hinum ýmsu árstímum enda ægifagurt sjónarhorn á að líta.Fyrsta hús Laugaskóla var reist á melhól sem heitir Skiphóll sem teygði arma sína tvo til suðurs. Á milli þeirra og í skjóli hólsins var hvammur, þar sem tjörnin er nú. Tjörnin, hólmarnir og uppfyllingin í kring er gjörð af mannahöndum. …Lestu áfram

Vikulega viðtalið

Sjöundi viðmælandinn í okkar vikulegu viðtölum við fyrrum nemendur Laugaskóla er Gabríela Sól Magnúsdóttir. Gabríela Sól stundaði nám við skólann á árunum 2014 – 2017. Hún starfar í dag sem kennari við Grenivíkurskóla. ÖFLUG Í FÉLAGSLÍFINU Gabríela var öflug í félagslífinu í Laugaskóla og sat í framkvæmdarstjórn skólans í öll þau þrjú ár sem hún stundaði nám við skólann. TÓNKVÍSLIN MUN ALLTAF STANDA UPP ÚR Það sem er mér minnistæðast …Lestu áfram