Birt 20. mars, 2025
Eldri borgarar úr sveitinni komu í heimsókn til okkar í gær þann 18.mars. Þeim var boðið upp á dýrindis máltíð í mötuneytinu ásamt því að hlýða á fyrirlestur frá Rögnu kennara og hennar nemendum úr áfanganum Sögu Laugaskóla. Ríkey Perla nemandi við skólann söng síðan tvö lög fyrir gestina og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Við þökkum þeim kærlega fyrir innlitið og vonumst til þess að sjá þau sem fyrst aftur.