
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Mánudagsminning
Þróttó eins og gamla íþróttahúsið á Laugum er jafnan kallað í daglegu tali er viðfangsefni vikunnar að þessu sinni. Svo segir á heimasíðu skólans Þróttó: gamla íþróttahúsið sem var reist 1929, er kvikmyndahús en salurinn var gerður upp af nemendum skólans árið 2005 og er hann notaður við margskonar tilefni, svo sem fundi, fyrirlestra eða tónleika eða skemmtanir.Þróttó er meira en kvikmyndahús. Þar er hægt að halda tónleika eða fyrirlestra enda húsið …Lestu áfram

Nemendur Laugaskóla komin í úrslit í Músíktilraunum
Hljómsveitin Rown sem er skipuð af nemendum Laugaskóla fyrir utan einn meðlim eru komin í úrslit Músíktilrauna. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim á lokakeppninni. Hægt er að sjá þeirra atriði með því að smella á linkinn hér fyrir neðan þar sem þau eru fyrst í röðinni. Músíktilraunir – Streymi

Listaverk fyrir Laugaskóla
Hundrað ára saga Bygging Laugaskóla hófst þann 26.maí árið 1924 eftir mikla þrautagöngu vaskra manna er vildu að í héraðinu risi skóli. Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína rúmlega ári síðar eða þann 25.október árið 1925. Í tilefni af því að Framhaldsskólinn á Laugum verður 100 ára þann 25.október næstkomandi þá var stofnuð sérstök afmælisnefnd. Í henni sitja Kristján Guðmundsson, Hjördís Stefánsdóttir, Arnór Benónýsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Margt er í …Lestu áfram

Grunna Laugin
Nemendur í Miðlunartækni verða með þátt í beinu streymi á facebook síðu skólans á næsta miðvikudag kl 17 – 18. Áskoranir, viðtöl söngur og fleira skemmtilegt. Ekki missa af þessum glæsilega viðburði sem nemendur sjá alfarið um.