Birt 20. mars, 2025
Sjöundi viðmælandinn í okkar vikulegu viðtölum við fyrrum nemendur Laugaskóla er Gabríela Sól Magnúsdóttir.
Gabríela Sól stundaði nám við skólann á árunum 2014 – 2017. Hún starfar í dag sem kennari við Grenivíkurskóla.
ÖFLUG Í FÉLAGSLÍFINU
Gabríela var öflug í félagslífinu í Laugaskóla og sat í framkvæmdarstjórn skólans í öll þau þrjú ár sem hún stundaði nám við skólann.
TÓNKVÍSLIN MUN ALLTAF STANDA UPP ÚR
Það sem er mér minnistæðast og mun alltaf standa upp úr á minni skólagöngu er Tónkvíslin. Að taka þátt og fá að vera partur af framkvæmdarstjórninni, ég var í henni öll mín 3 ár í skólanum og það var ofboðslega lærdómsríkt að vera hluti af þessu ferli. Ég hafði tekið þátt í Tónkvíslinni þegar ég var í grunnskóla og langaði að fara í Framhaldsskólann til þess að geta haldið áfram að taka þátt í keppninni.
BESTI MATUR SEM HÆGT ER AÐ FÁ FÆRÐU Í LAUGASKÓLA
Ég mæli með að fara í Framhaldsskólann á Laugum ef þú vilt prófa að búa út á landi og vera á heimavist.Þú færð að upplifa heimilislegt skólahald þar sem allir þekkja alla og svo er náttúrulega boðið upp á besta mat sem hægt er að fá í mötuneytinu.
Góð lokaorð og við þökkum kærlega fyrir viðtalið.