
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Myndir frá opnu húsi 24.apríl
Kærar þakkir til þeirra sem lögðu leið sína á opið hús Framhaldsskólans á Laugum. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá deginum.

Mannréttindaskóli ársins
Á hverju ári blæs Íslandsdeild Amnesty International til herferðarinnar Þitt nafn bjargar lífi, sem er alþjóðleg mannréttindaherferð við að safna undirskriftum til stuðnings einstaklinga eða hópa sem þolað hafa mannréttindabrot. Fastur liður í herferðinni er framhaldsskólakeppni í undirskriftasöfnun, þar sem ungt fólk er hvatt til að beita sér í þágu mannréttinda. Framhaldsskólinn á Laugum vann verðlaunin Mannréttindaskóli ársins annað árið í röð. Við erum afar stolt af okkar nemendum. Áfram …Lestu áfram


Ferðalag starfsfólks til Frakklands
Starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum fóru saman í ferðalag yfir páskana til suður Frakklands. Nánar tiltekið til Avignon til þess að skoða þar skóla ásamt því að sitja á fróðlegum fyrilestri. Við fengum einnig fræðslu heilt yfir um þolinmæði og listina að njóta. Við bendum síðan á skóladagatalið á heimasíðu skólans þar sem hægt er að sjá hvenær skólinn hefst að nýju. Einnig minnum við á að á sumardaginn fyrsta er …Lestu áfram