Viðtal við skólameistara í Bændablaðinu

  Framhaldsskólinn á Laugum í Reykjadal fagnar 100 ára afmæli sínu miðvikudaginn 25. október næstkomandi, sem er fyrsti vetrardagur, en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 eða frá því að Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína.  Haldið verður upp á tímamótin með hátíðardagskrá í skólanum fyrsta vetrardag, sem er 25. október. Skólameistari skólans er dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Lestu allt viðtalið með því að smella á hlekkinn …Lestu áfram

Grunnskólamót Framhaldsskólans á Laugum

Allt frá Vopnafirði til Hörgársveitar Í seinustu viku fór grunnskólamót Framhaldsskólans á Laugum fram. Það er viðburður sem nemendur og íþróttakennarar skólans halda fyrir grunnskólana í kring, allt frá Vopnafirði til Hörgársveitar. Í ár tóku 10 grunnskólar þátt og skráðir voru 214 nemendur í 101 lið. Það var mikil aðsókn í körfuboltann þar sem 25 lið tóku þátt en enn meiri í blakinu þar sem 38 tveggja manna lið tóku þátt.  Nemendur Laugaskóla sjá …Lestu áfram

Íþróttalíf í Framhaldsskólanum á Laugum

Íþróttir og hreyfing eru í lykilhlutverki  Framhaldsskólinn á Laugum er lítill heimavistarskóla með rúmlega um 100 nemendur þar sem íþróttir og hreyfing eru í lykilhlutverki. Skólinn stuðlar mikið til íþróttaiðkunar og eru allir hvattir til að taka þátt í íþróttalífinu sem hér er upp á að bjóða. Allir nemendur hafa frían aðganga að íþróttahúsinu sem býður upp á líkamsrækt, sundlaug og íþróttasal, kjöraðstöðu til að æfa sig, hafa gaman og …Lestu áfram

Þvottakonurnar voru eins og mömmur okkar 

Minningar frá fyrri nemanda á Laugum: „Geðveikt gaman, bestu skólaárin mín“ Framhaldsskólinn á Laugum hefur mótað líf margra nemenda í gegnum tíðina. Við ræddum við fyrrverandi nemanda sem hóf nám á Laugum árið 1988 og rifjaði upp skemmtilegar minningar frá sínum skólaárum. Einstakur tími og bestu skólaárin mín  Nemandi hóf nám haustið 1988 og var fyrst á vistinni á gamla skóla, sem er núna almenna braut, en var síðar á …Lestu áfram