FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Sigurvegarar Tónkvíslarinnar 2024
Sigurvegari Tónkvíslarinnar að þessu sinni var Alexandra Ósk sem mun keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna. Í öðru sæti í framhaldsskólakeppninni var Ríkey Perla og í þriðja sæti var hópurinn Litlir að neðan sem einnig unnu titilinn vinsælasta lagið. Sigurvegarar í grunnskólakeppninni voru þær Vilborg Halla og Ellý Rún frá Þingeyjarskóla. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með sigurinn.
Íþróttahúsi breytt í tónlistarhöll
Margur er knár þó hann sé smár Söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum sem nú er haldin í 18 skipti þann 16.nóvember næstkomandi. Samhliða söngkeppni framhaldsskólanema er einnig haldin söngkeppni grunnskólanema á svæðinu. Sérstaða Framahaldsskólans á Laugum er tvímælalaust smæð skólans því sameiningarkrafturinn sem myndast nemenda á milli þegar setja á upp einn af stærstu menningarviðburðum á Norðausturlandi er ákaflega eftirtektarverður. Einingar fyrir vinnuframlag En Tónkvíslin er svo …Lestu áfram
Skólafatnaður skólaársins 2024-2025
Ár hvert standa útskriftarnemar Laugaskóla fyrir sölu á skólafötum til fjáröflunar fyrir útskriftarferð sem var að þessu sinni farin í októbermánuði.. Í ár fóru auk venjulegu hettupeysunnar einnig stuttermabolir og renndar hettupeysur í sölu án þess að logo styrktaraðila væru áprentaðar með það í huga að flíkurnar yrðu stílhreinni og fjáröflun yrði sem hagstæðust. Að gefnu tilefni vildi útskriftarhópurinn gera grein fyrir styrktaraðilunum í þessari frétt og þakka þeim …Lestu áfram
Umsókn um skólavist
Þann fyrsta nóvember opnaði fyrir innritun á vorönn 2025. Sótt er um hér Innritun – Innritun í Framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember. Þar sem nokkrir nemendur eru komnir mjög nálægt námslokum verða örfá pláss laus í skólanum á vorönn. Skólinn býður upp á samfelldan skóladag, verkefnabundið nám í vinnustofum, heimavist, magnaða íþróttaaðstöðu og rífandi félagslíf. Skólinn býður upp á almenna, félagsvísinda-, íþróttafræði-, kjörsviðs- og náttúruvísindabraut. Allt um skólann, námið, félagslífið …Lestu áfram