Birt 26. nóvember, 2025

Skemmtileg stemning skapaðist hjá okkur á Laugum í vikunni þegar nemendur og starfsfólk tóku þátt í fjölbreyttri þemaviku. Á hverjum degi var ákveðið þema í klæðnaði og allir hvattir til að taka þátt.
Vikan hófst á mánudegi með höfuðfatadegi, þar sem þátttakendur klæddust stílfærðum og óhefðbundnum höfuðfötum, þar voru nemendur mættir með kúrekahatta og hjálma til að nefna fáeitt.
Á þriðjudegi var komið að Celebritydegi þar sem markmiðið var að klæða sig upp sem fræg manneskja og margir gerðu einmitt það, til dæmis vorum við með Herra hnetusmjör labbandi um skólann ásamt öðrum.
Á miðvikudegi var treyjudagur þegar allir mættu í sínum uppáhalds treyjum í öllum mögulegum litum.
Á fimmtudegi slakaði skólinn á með náttfatadegi, þá rúlluðum við nemendurnir og starfsfólk fram úr rúminu og komum okkur beint í skólann enn í náttfötunum eins og nafn dagsins gefur til kynna.
Að lokum lauk vikunni með Fancy Friday, þar sem skólinn breyttist í glæsivettvang og nemendur klæddust sínu fínasta, sama hvort það voru jakkaföt, kjólar eða hvaðeina.
Þemavikan heppnaðist afar vel og sýndi frábæran skólabrag og góða samheldni nemenda og starfsfólks.
Frétt: Íris Ósk Sverrisdóttir og Halla Rún Fannarsdóttir
Mynd: Lilu Zofia Szulc
