Skólaspjöld Laugaskóla í hundrað ár

Birt 22. nóvember, 2025

Nú er langþráður draumur okkar að rætast !

Í gegnum árin hafa margir gestir sótt skólann heim og flestir sýnt mikinn áhuga á að skoða skólaspjöld frá námsárum sínum eða forfeðra sinna. Nokkur spjöld hanga á veggjum skólans en flest eru þau í geymslum og  aðgengið að þeim hefur alls ekki verið nógu gott.

Í tilefni af 100 ára afmæli Laugaskóla er verið að gera öll skólaspjöldin okkar aðgengileg á heimasíðunni,

Sólborg Matthíasdóttir ritari tók þetta verkefni að sér og hefur nú skannað 87 skólaspjöld. Fjögur skólaspjöld frá árunum, 1926-1927, 1931-1932,  1946-1947, 1973-1974 hafa ekki fundist og mögulega ekki verið gerð. Ef einhver á þessi spjöld væri gott að fá upplýsingar um það á netfangið si.ragual@ragual. Árin 1990 til 2000 voru ekki gerð skólaspjöld heldur gefnar út bækur með myndum af nemendum. Unnið er að því að gera skólaspjöld með myndum úr þessum bókunum.

Það er von okkar að gamlir og nýir Laugamenn hafi ánægju af því að skoða spjöldin á heimasíðu skólans Skólaspjöld Laugaskóla 1925-2025 – FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM

Deila