Um þúsund manns sóttu okkur heim

Birt 29. október, 2025

Framhaldsskólinn á Laugum varð 100 ára um síðastliðna helgi, nánar tiltekið fyrsta vetrardag. Mikil afmælishátíð var haldin á Laugum  sem stóð yfir í um 13 klukkustundir og um 1000 manns sóttu okkur heim.

Ég er afar þakklátur fyrir það hve margir lögðu leið sína heim að Laugum og hrærður yfir þeim mikla hlýhug og velvild sem ég fann í garð skólans þennan dag. Ég er afar stoltur af skólanum, nemendum hans og starfsfólki.

Ég þakka öllum sem komu fram á afmælinu og gerðu afmælishátíðina að þeim stórkostlega menningarviðburði sem hún var. Einnig þakka ég öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar.

Þeim stóðu að gerð heimildarmyndarinnar „Voru allir hér? Laugar í 100 ár“ sem og þeim sem stóðu að gerð og söfnun styttunnar „Laugaparsins“ vil ég líka þakka.

Síðast en ekki síst þakka ég nemendum og starfsfólki skólans sem og afmælisnefndinni, án ykkar væri enginn skóli og ekkert 100 ára afmæli.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

 

Myndir frá hundrað ára afmæli Laugaskóla má sjá hér fyrir neðan 


Nemendur tóku að sér bílastæðavörslu

Bílastæði voru á fimm stöðum á hátíðinni

Gengið frá bílastæði að Laugaskóla

Kristinn Ingi Pétursson og Hjördís Stefánsdóttir taka á móti gestum í íþróttahúsinu á Laugum

Glæsileg dagskrá

Upptökukona kvöldsins ásamt aðstoðarmanni sínum

Hljóðmaður kvöldsins Eyþór Hallsson

Gestabækur voru víða á hátíðinni

Glæsilegt tré sem var nemandaverkefni og hannað frá grunni af Mána Sæmundssyni

Valgerður Gunnarsdóttir fyrrverandi skólameistari Laugaskóla

Margrét Ívarsdóttir fyrrum nemandi Laugaskóla

Logi Einarsson

Gestir voru á öllum aldri

Núverandi nemendur og fyrrum nemandur  skólans með frábært atriði á hátíðinni. Ingþór og Böðvar núverandi nemendur.  Jónatan ásamt Einari útskrifuðust í fyrra en skruppu á Laugar til þess að sýna atriðið góða.

Kristján formaður afmælisnefndar fyrir hundrað ára afmæli Laugaskóla. Betur þekktur sem Kristján kokkur.

Jón Sverrir umsjónarmaður fasteigna skólans ásamt Siggu okkar úr eldhúsinu að laga kaffið fyrir gestina

Benedikt Barðason skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri færir Sigurbirni skólameistara Laugaskóla gjöf í tilefni dagsins

Knútur og Oddur Bjarni komu fram sem Viðundrin

Oddur og Knútur slógu rækilega í gegn.

Gestir að skoða sig um á skólasvæðinu

Guðmundur Ingi Kristinsson

Hafþór Höskuldsson nemandi skólans spilaði með skólahljómsveitinni

Snorri Freyr Sigurðsson spilaði með skólahljómsveitinni

Laugaparið var hér og verður um ókomna tíð

Ríkey nemandi skólans söng fyrir gesti

Þétt setið og mæting afar góð

Glæsileg sýning nemenda úr Sögu Laugaskóla í Dvergasteini

Saga Laugaskóla var vel heppnuð og á Ragna íslenskukennari mikið lof skilið fyrir þá miklu vinnu sem hún lagði á sig ásamt nemendum við uppsetningu á þessari flottu sýningu.

Böðvar og Jóel stóðu sig vel í að selja glös fyrir útskriftarhópinn

Emil Vilbergsson nemandi skólans sá um að smíða þennan stórglæsilega sýningarkassa

Sigurbjörn Árni skólameistari

Stebbi Jak flutti lagið sitt Voru allir hér ?

Karlakórinn Hreimur

Mugison

Hafþór, Snorri, Ellert og Jón nemendur skólans spiluðu eins og meistarar allan daginn og eiga mikið hrós skilið

Jón Aðalsteinn stóð sig vel í skipulagningu með hljómsveit skólans

Falleg kvöldstemning myndaðist á hátíðinni þar sem sjá mátti mikinn fjölda rölta um skólasvæðið

Ánægðir gestir

Gestir í stuði

Alexandra Hermóðsdóttir nemandi skólans söng fyrir gesti

Stemningin var algjörlega mögnuð í salnum

Gestir í góðum gír

Hallur áfangastjóri ásamt nemendum Laugaskóla

Hamborgaraveisla

Meistarataktar kennara Laugaskóla við hamborgaragerð

Jón Sölvi kokkur kom alla leið úr Reykjavík til þess að aðstoða í eldhúsinu. Hann vildi skila til baka með vinnuframlagi hversu ánægður hann er með menntun tveggja barna hans í Laugaskóla og þetta er ekki hans fyrsta ferð norður til þess að aðstoða okkur. Við erum honum ævinlega þakklát.

Þegar himininn blakknar

Húsmæðraskólinn

Þráinn Árni Baldvinsson

Edda Sverrisdóttir

Bjössi skólameistari á leið í bíó

Arndís Inga söng fyrir gesti

Stebbi Jak og Þráinn Árni

Sigurvegarar fyrri ára í Tónkvíslinni tóku lagið

Meistararnir Þráinn Árni og Mugison

Bjarney kennari er alltaf í stuði

Nemendur skólans á leið í bíó á myndina Voru allir hér ?

Það komust færri að en vildu á heimildarmyndina Voru allir hér ? eftir Ottó Gunnarsson sem stendur við endann á röðinni að leiðbeina og spjalla við fólkið á staðnum. Þess má geta að myndin vakti gríðarlega mikla lukku enda meistarverk sem allir ættu að sjá.

 

Myndirnar tók ritari skólans.

Deila