Tónkvíslin haldin með miklum glæsibrag

Mikið var um dýrðir á laugardagskvöldið þegar Tónkvíslin fór fram. Alls voru 21 atriði sem tóku þátt en keppt var bæði í grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 og því mikið lagt í að hafa keppnina sem glæsilegasta. Nemendur skólans fengust við ýmis verkefni á meðan keppnin fór fram, voru á myndavélum, sáu um sviðsstjórn, kynningar og fleira sem gera þurfti til að allt gengi sem best fyrir sig.

 

Gabríela Sól Magnúsdóttir og Friðrika Bóel Jónsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar í lok kvölds en allir keppendur eiga þó hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu. Kristinn Ingi, tölvuumsjónarmaður skólans, var á staðnum og tók þessar myndir sem segja meira en mörg orð.

 

Deila