Jólastemning í Laugaskóla

Jólastemningin er svo sannarlega komin í Laugaskóla. Nemendur föndruðu saman jólaskraut í vikunni, ásamt því að taka þátt í undirskriftasöfnun Amnesty International. Í gær, fimmtudag, kom Bjarney frá Aflinu á Akureyri og hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsmenn. Aflið er samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Hægt er hafa samband við Aflið með því að senda póst á moc.liamg@iryerukadilfa, en allar upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu þeirra. Nóg er …Lestu áfram

Nýr áfangi í íslensku slær í gegn

Image

 
 
Á degi íslenskrar tungu stóðu nemendur fyrir frábærri sýningu um Vesturferðir Íslendinga og vesturíslensku.Þetta er í annað sinn sem þessi íslenskuáfangi er kenndur við Framhaldsskólann á Laugum.Námið byggir á miklum lestri um Vesturferðirnar á 19.öld, vesturíslensku, menningu og hefðum, tvítyngisstefnu, erfðamálum ásamt mörgu öðru, því af nógu er að taka.Þjóðræknisfélag Íslendinga veitti þessum áfanga styrk, við fengum bókagjafir frá nokkrum aðilum og Úlfar Bragason kom og hélt fyrirlestur um vesturíslensku.
 
Í áfanganum eru 28 nemendur og hafa verkefnin verið sniðin að þörfum og áhuga hvers og eins.Þar má helst nefna vínartertubakstur, útgáfu Vesturblaðsins, bók um reynsluheim kvenna, „Svo fóru þær vestur – Saga kvenna til Vesturheims“ sem byggir m.a. á upplýsingum frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi, barnabók, tímaás, vesturíslensku og erfðamál, yfirlit um fólksflutninga frá ýmsum svæðum og svo mætti lengja telja.
Myndirnar tala sínu máli, eintóm gleði og sköpun

 

Ragna íslenskukennari fékk blóm að gjöf frá nemendum fyrir frábæran áfanga og skemmtilega kennslu sem allir voru yfir sig ánægðir með. 

Smelltu á myndina til þess að sjá hana stærri