Brunnur

Skólasetningin fór fram síðastliðinn sunnudag, 30. ágúst, í íþróttahúsinu á Laugum. Vegna Covid þurftum við að breyta hinni hefðbundnu skólasetningu og voru aðeins nýnemar ásamt einum aðstandanda viðstaddir. Eftir skólasetningu bauð Kristján kokkur upp á grillaða hamborgara.  Brunnur hófst svo formlega á mánudaginn og má segja að þá hafi alvaran tekið við fyrir nýju nemendurna, sem eru að taka sín fyrstu skref í framhaldsskóla. Dagskráin fyrir Brunn er full af …Lestu áfram

Styttist í að skólinn hefji starf að nýju

Laugaskóli er heimavistarskóli með vinnustofukerfi og okkar sérstaða felst í nánd og persónulegri aðstoð. Slíkt er erfiðara að veita í fjarnámi og því viljum við reyna að halda úti sem hefðbundnustu skólastarfi en samt þannig að við gætum fyllsta öryggis og uppfyllum allar reglur Skólasetningin verður 30. ágúst klukkan 18:00 í íþróttahúsinu á Laugum. Allir sem eru nýir nemendur í Laugaskóla eiga að mæta. (Einnig mæta þeir nemendur sem voru …Lestu áfram

Brautskráning vorið 2020

Image

Guðrún Gísladóttir, dúx Framhaldsskólans á Laugum

Þann 16. maí síðastliðinn voru 16 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum. Þessi brautskráning var sérstök að því leytinu til að nýstúdentarnir fengu skírteini sín send í pósti en vegna kórónaveirufaraldursins var hefðbundinni útskriftarathöfn frestað til 29. ágúst næstkomandi. Þá vonumst við til að eldri afmælisárgangar heimsæki skólann og þá munu nýstúdentar einnig fá viðurkenningar fyrir námsárangur, félagsstörf og önnur góð verk. Hæstri meðaleinkunn á stúdentesprófi 2020, 8,04, náði Guðrún Gísladóttir og er hún því dúx Framhaldsskólans á Laugum þetta árið.