Birt 3. september, 2020
Skólasetningin fór fram síðastliðinn sunnudag, 30. ágúst, í íþróttahúsinu á Laugum. Vegna Covid þurftum við að breyta hinni hefðbundnu skólasetningu og voru aðeins nýnemar ásamt einum aðstandanda viðstaddir. Eftir skólasetningu bauð Kristján kokkur upp á grillaða hamborgara.
Brunnur hófst svo formlega á mánudaginn og má segja að þá hafi alvaran tekið við fyrir nýju nemendurna, sem eru að taka sín fyrstu skref í framhaldsskóla. Dagskráin fyrir Brunn er full af skemmtilegum viðburðum og við vonum að þessi vika verði gott tækifæri fyrir nýnema til þess að kynnast sín á milli, en í næstu viku mæta eldri nemendur í skólann.
Í dag fá nýnemar meðal annars kynningu á markmiðasetningu með „Vision board“ og eftir hádegi verður ratleikur um svæðið á Laugum. Á morgun verður farið í nýnemaferð. Á fimmtudaginn og föstudaginn byrja nemendur að mæta í tíma samkvæmt stundartöflu.
Hallur áfangastjóri (og ljóðskáld svo fátt eitt sé nefnt) heldur úti vefsíðunni Bragfræðivefur Halls og samdi hann ljóð um nýnemaferðina og birti skemmtilegar myndir frá deginum. Hér má skoða það.