Heimsókn forsætisráðherra í Laugaskóla

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Laugaskóla í gær ásamt aðstoðarkonu sinni Bergþóru Benediktsdóttur. Þær voru á ferðalagi um Norðurland og nýttu tækifærið og litu við hjá okkur. Það var virkilega ánægjulegt að fá þær í heimsókn og fá að kynna fyrir þeim flotta starfið sem fer fram í Laugaskóla. Þær snæddu hádegismat með okkur og spjölluðu við nemendur og starfsfólk. 
Deila