Brautskráning vorið 2020

Image

Guðrún Gísladóttir, dúx Framhaldsskólans á Laugum

Þann 16. maí síðastliðinn voru 16 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum. Þessi brautskráning var sérstök að því leytinu til að nýstúdentarnir fengu skírteini sín send í pósti en vegna kórónaveirufaraldursins var hefðbundinni útskriftarathöfn frestað til 29. ágúst næstkomandi. Þá vonumst við til að eldri afmælisárgangar heimsæki skólann og þá munu nýstúdentar einnig fá viðurkenningar fyrir námsárangur, félagsstörf og önnur góð verk. Hæstri meðaleinkunn á stúdentesprófi 2020, 8,04, náði Guðrún Gísladóttir og er hún því dúx Framhaldsskólans á Laugum þetta árið.

Deila